
Úlfastundir hafa heldur betur slegið í gegn í Lágafellssókn í haust.
Í Úlfastundum er boðið upp á notalega samverustund fyrir fjölskylduna, söngur, Biblíusögur, fræðsla, slökun og stundum fjör allt eftir þema vikunnar.
Í lok stundarinnar er boðið upp á grjónagraut og slátur. Það er Katrín Valdís Hjartardóttir, verkefnastjóri safnaðarstarfs sóknarinnar sem stýrir Úlfastundunum með myndarbrag ásamt frábærum leiðtogum í starfinu.
Stundirnar eru á fimmtudögum út nóvemer og hefjast aftur um miðjan janúar á nýju ári.
Hægt er að skrá sig í grjónagrautinn á heimasíðu sóknarinnar. Skráning í graut.
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
18. nóvember 2025 13:26

