
Um miðjan nóvember hefst undirbúningur við uppsetningu ljósakrossa á leiði í Kirkjugörðum Lágafellssóknar. Sömu aðilar hafa séð um þessa þjónustu í mörg ár en ljósin verða tendruð fyrsta sunnudag í aðventu eins og áður.
Aðstandendur fá sendar frekari upplýsingar og greiðsluseðla.
Allar nánari upplýsingar gefur: Ingibjörg B. Ingólfsdóttir í síma 899 2747 og í gegnum netfangið: leidisljos@gmail.com
Við viljum einnig hvetja aðstandendur sem hyggjast skreyta leiði ástvina með kertum og öðru að huga að því að koma þeim skreytingum á rétta staði að jólahátíðinni lokinni og erum við þakklát fyrir það mikilvæga samstarf að halda görðunum áfram hreinum og snyrtilegum.
Kirkjugarðar Lágafellssóknar
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
7. nóvember 2025 10:05

