Fermingarbörnin í Mosfellsbæ verða á ferð seinnipartinn í dag. Þau munu gang í hús og safna fyrir vatnsbrunnum í samvinnu við Hálparstarf Kirkjunnar. Söfnunin er árleg og hafa fermingarbörn síðustu ára lagt sitt af mörkum til að auka lífsgæði fólks í Afríku. Börnin ganga í hús frá 17:00 og verða á ferðinni til 20:00. Við hvetjum Mosfellinga til að taka vel á móti börnunum og styrkja Hjálparstarfið í þessu verðuga verkefni.

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

4. nóvember 2025 14:21

Deildu með vinum þínum