
Fróðleiksmolar frá Kirkjugörðum Lágafellssóknar
Við uppsetningu á minnismerkjum við grafreiti er gott að hafa í huga:
- Þeir aðstandendur sem hyggjast setja minnismerki á grafreit skulu tilkynna það umsjónarmanni Kirkjugarða Lágafellssóknar.
- Með tilkynningunni þarf að fylgja skrifleg lýsing á stærð og gerð minnismerkis.
Á kistugrafstæði er hámarkshæð legsteins frá yfirborði jarðar er 1,7 metrar. Allir legsteinar aðrir en púltsteinar skulu standa á platta. Til stuðnings legsteinum sem eru 1,4 metrar eða hærri er skylt að setja platta. Skal þykkt plattans vera a.m.k. 10 sentimetrar, sem næst ferhyrndur, og skal hlutfallsleg stærð hans samsvara 0,5 fermetrum á hvern metra af hæð legsteinsins. Standi legsteinn á platta skal staðsetja legsteininn sem næst miðju plattans.
Miðast við er að uppsetning á minnismerkjum sé um einu til tveimur árum eftir jarðsetningu í kistugrafarstæði til að forðast eins og hægt er að steinn fari á hreyfingu. Öll umsjón með minnismerki er alfarið á vegum aðstandenda.
Við duftgrafstæði mega púltsteinar vera allt að 0,5 x 0,5 x 0,2/0,1 metrar.
Þegar minnismerki hefur verið sett upp sjá aðstandendur um að fjarlæga trékross af leiði.
Nánari upplýsingar má finna hér: Kirkjugarðsreglur
Einnig er hægt að senda póst á johannayr@lagafellskirkja.is framkvæmdastjóra Lágafellssóknar sem einnig hefur umsjón með kirkjugörðum.
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
15. október 2025 15:27