
Bæjarhátíðin Í túninu heima stendur nú yfir í Mosfellsbæ.
Spennandi viðburði er að finna um allan bæ.
Við hjá Lágafellssókn tökum að sjálfsögðu þátt í dagskránni og bjóðum upp á kvöldmessu í fallegu kirkjunni okkar kl. 20:00 á sunnudaginn.
Sóknarpresturinn okkar Arndís G. Bernhardsdóttir Linn mun leiða stundina og Bjarmi Hreinsson er tónlistarstjóri. Verið hjartanlega velkomin í kirkjuna til að eiga notalega stund við vikulokin. Njótið helgarinnar!
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
28. ágúst 2025 09:15