Bjarmi Hreinsson hefur víðtæka menntun og reynslu í tónlist og tónlistarkennslu. Hann lærði klassískan píanóleik við Listaháskóla Íslands og rytmískt píanó við Tónlistarskóla FÍH. Síðustu ár hefur hann starfað sem rytmískur píanókennari og meðleikari við Listaskóla Mosfellsbæjar og aðra tónlistarskóla. Bjarmi hefur komið víða fram sem píanóleikari, leyst af stöðu organista og sungið með mörgum af virtustu kórum landsins. Hann stundar nú nám í orgelleik við Tónskóla Þjóðkirkjunnar.

Bjarmi hefur brennandi áhuga á að efla tónlistarlíf kirkjunnar og hlakkar til að vinna með söfnuðinum og öðru tónlistarfólki í Mosfellsbæ. Með reynslu sinni sem kennari, meðleikari og söngvari leggur hann ríka áherslu á fjölbreytni og gleði í tónlistinni. Bjarmi stefnir að því að skapa lifandi og aðgengilegt tónlistarlíf fyrir alla í söfnuðinum.

Við hjá sókninni bjóðum Bjarma hjartanlega velkominn í hópinn og hlökkum mikið til samstarfsins!

Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir

14. ágúst 2025 10:03

Deildu með vinum þínum