
Að vanda var þjóðhátíðardagurinn haldinn hátíðlegur við Lágafellssókn. Hátíðarguðsþjónustan fór fram í Lágafellskirkju, venju samkvæmt var örlítil rigning sem vakti frekar kátínu en annað.
Það var sr. Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir sem þjónaði við messuna en Heimir Hannesson, samskiptastjóri þjóðkirkjunnar flutti hátíðarræðu. Heimir rifjaði upp æskuminningar og velti einnig fyrir sér framtíðinni og menningu okkar Íslendinga. Messan var í alla stað mjög hátíðleg en um tónlistarstjórn sá Arnhildur Valgarðsdóttir og leiddu þau Hanna Björk Guðjónsdóttir, Svava Kristín Ingólfsdóttir, Þorsteinn Freyr Sigurðsson og Benedikt Ingólfsson sönginn. Kirkjugestir tóku vel undir í safnaðarsöngnum og náði söngurinn hápunkti við flutning þjóðsöngsins.
Félagar úr Mosverjum stóðu heiðursvörð bæði fyrir og eftir guðsþjónustu líkt og þeir hafa gert með mikilli prýði í gegnum tíðina.
Að athöfninni lokinni voru kirkjugestir voru boðnir velkomnir í skrúðhúsið í rjúkandi kaffi og konfekt með.
Það er alltaf ljúft að eiga gott spjall í skrúðhúsinu yfir góðum kaffibolla.




Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
30. júlí 2025 09:05