
Pílagrímaganga frá Reynivallakirkju í Kjós í Skálholt 17.-20. júlí 2025.
Hin árlega pílagrímaganga verður gengin frá Reynivallakirkju í Kjós að Þingvallakirkju til Skálholtsdómkirkju á Skálholtshátíð. Leiðinni er skipt upp á fjóra göngudaga frá fimmtudeginum 17. júlí til sunnudagsins 20. júlí og hefjast göngurnar kl. 9 alla daganna. Göngudagarnir eru mislangir en hverjum er frjálst að skrá sig og ganga eina dagleið eða part úr dagleið.
Hin árlega pílagrímaganga verður gengin frá Reynivallakirkju í Kjós að Þingvallakirkju til Skálholtsdómkirkju á Skálholtshátíð. Leiðinni er skipt upp á fjóra göngudaga frá fimmtudeginum 17. júlí til sunnudagsins 20. júlí og hefjast göngurnar kl. 9 alla daganna. Göngudagarnir eru mislangir en hverjum er frjálst að skrá sig og ganga eina dagleið eða part úr dagleið.
Dagur 1. Reynivallakirkja að brúnni í Stíflisdal.
Dagur 2. Stíflisdalur að Þingvallakirkju.
Dagur 3. Þingvallakirkja að Neðra-Apavatni.
Dagur 4. Neðra-Apavatn inn í Skálholtsdómkirkju.
Dagur 2. Stíflisdalur að Þingvallakirkju.
Dagur 3. Þingvallakirkja að Neðra-Apavatni.
Dagur 4. Neðra-Apavatn inn í Skálholtsdómkirkju.
Gangan er fólki að kostnaðarlausu en gert er ráð fyrir að fólk finni sér gistingu sjálft. Útbúnaður og nesti er á ábyrgð hvers og eins.
Hluti göngunnar er gengin í kyrrð og við hverja áningu er stutt íhugun, bæn eða ritningarlestur. Fólk gengur á sínum hraða í þögn eða spjalli, allt eftir vilja og þörf hvers og eins.
Hluti göngunnar er gengin í kyrrð og við hverja áningu er stutt íhugun, bæn eða ritningarlestur. Fólk gengur á sínum hraða í þögn eða spjalli, allt eftir vilja og þörf hvers og eins.
Göngustjórar pílagrímagöngunnar eru hjónin sr. Arna Grétarsdóttir sóknarprestur í Reynivallaprestakalli (arna.gretarsdottir(hjá)kirkjan.is, gsm. 865 2105) og Rúnar Vilhjálmsson.
Vinsamlega skráið ykkur með því að melda ykkur hér á facebook eða hafa samband við sr. Örnu.
Vinsamlega skráið ykkur með því að melda ykkur hér á facebook eða hafa samband við sr. Örnu.
Nánar um Pílagrímagöngur.
Pílagrímagöngur eru hluti af hinum kristna trúar- og menningararfi. Þau sem ferðast til heilagra staða eru kallaðir pílagrímar. Þetta orð er komið úr miðaldalatínu (pelegrinus) en á rætur í klassískri latínu (peregrinus, útlendingur). Slíkar göngur eru farnar af misjöfnum ástæðum; í þakkargjörð, í yfirbótarskyni, til andlegrar- og líkamlegar heilsubótar eða af trúarlegum og/eða menningarlegum áhuga. Gengið er í áföngum en hlé eru notuð til bænahalds, ritningarlesturs eða til íhugunar og kyrrðar.
Sjö lyklar pílagrímsins eru: Frelsi, Einfaldleiki, Rósemi, Kyrrð (Þögn), Æðruleysi, Samkennd og Andlegur vöxtur. Þessir lyklar verða íhugaðir á leiðinni.
Pílagrímagöngur eru hluti af hinum kristna trúar- og menningararfi. Þau sem ferðast til heilagra staða eru kallaðir pílagrímar. Þetta orð er komið úr miðaldalatínu (pelegrinus) en á rætur í klassískri latínu (peregrinus, útlendingur). Slíkar göngur eru farnar af misjöfnum ástæðum; í þakkargjörð, í yfirbótarskyni, til andlegrar- og líkamlegar heilsubótar eða af trúarlegum og/eða menningarlegum áhuga. Gengið er í áföngum en hlé eru notuð til bænahalds, ritningarlesturs eða til íhugunar og kyrrðar.
Sjö lyklar pílagrímsins eru: Frelsi, Einfaldleiki, Rósemi, Kyrrð (Þögn), Æðruleysi, Samkennd og Andlegur vöxtur. Þessir lyklar verða íhugaðir á leiðinni.
Löng hefð er fyrir pílagrímagöngu frá Þingvöllum til Skálholts á Skálholtshátíð sem haldin er árlega í kring um Þorláksmessu að sumri 20. júlí. Í áraraðir leiddi sr. Elínborg Sturludóttir dómkirkjuprestur pílagrímagöngu frá Bæ í Borgarfirði að Þingvöllum og í Skálholt ásamt fleiri félögum úr pílagrímafélaginu. Einnig hefur verið gengið frá öðrum kirkjustöðum að Skálholtsdómkirkju í gegnum tíðina og þar hafa dr. Pétur Pétursson, sr. Halldór Reynisson, sr. Axel Árnason Njarðvík og sr. Dagur Fannar Magnússon sett sín spor ásamt fleirum. Síðust árin hefur verið gengið frá Reynivallakirkju í Kjós að Þingvallakirkju að tilstuðlan sr. Örnu Grétarsdóttur sóknarprests.
Pílagrímar sameinast í göngu inn kirkjugólf Skálholtsdómkirkjunnar við upphaf hátíðarguðsþjónustu kl. 14 við söng pílagrímsins; Fögur er foldin þar sem skírnarheitið er endurnýjað.
Vígslubiskup Skálholtsumdæmis er sr. Kristján Björnsson sem leiðir dagskrá og helgihald Skálholtshátíðar 2025. Sjá nánar dagskrá Skálholtshátíðar hér www.skalholt.is
Thelma Rós Arnardóttir
16. júlí 2025 23:13