Fimmtudaginn 26. júní 2025 var nýr leikskóli vígður í Mosfellsbæ og hefur leikskólinn fengið nafni Sumarhús. Sr. Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir, prestur í Lágafellssókn blessaði leikskólann við vígsluathöfnina. Virkilega ánægjuleg samvinna Lágafellssóknar og Mosfellsbæjar.

Í frétt á heimasíðu Mosfellsbæjar má finna eftirfarandi:

,,Mos­fells­bær fagn­ar opn­un nýs og glæsi­legs leik­skóla í Helga­fellslandi sem feng­ið hef­ur nafn­ið Sum­ar­hús. Opn­un leik­skól­ans er stór og mik­il­væg­ur áfangi í bættri þjón­ustu við börn og fjöl­skyld­ur í sveit­ar­fé­lag­inu. Leik­skól­inn er sér­stak­lega hann­að­ur og byggð­ur með þarf­ir barna og starfs­fólks að leið­ar­ljósi.“

Fréttin um vígslu Sumarhúss í heild sinni. 

 

Forsíðumyndin er af Sr. Guðlaugu Helgu Guðlaugsdóttur. Myndin er fengin að láni af Facebook síðu Regínu Ásvaldsdóttur, bæjarstjóra Mosfellsbæjar.

Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir

27. júní 2025 15:38

Deildu með vinum þínum