Sóknarnefndarfundur Lágafellssóknar 11. mars 2025 kl. 17:00.
Mætt: Rafn Jónsson, Brynhildur Sveinsdóttir, Valgerður Magnúsdóttir, Haraldur Sigurðsson, Ólína Margeirsdóttir, Jónína Sif Eyþórsdóttir, Pétur Magnússon, , Sigurður Óli Karlsson, sr. Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir, sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.
- Formaður setur fund
- Sóknarprestur leiðir fundinn úr hlaði með bæn og greinir frá helgihaldi síðustu tveggja mánaða. Ræddi Konudagsmessu og Mottumarsmessa. Einnig var sunnudagaskólinn ræddur sem og fjölskyldumessur, barnakórinn og sumarnámskeið. Sóknarprestur dreifði fermingarmessuskrá sem hefur verið hönnuð fyrir sóknina sem og fermingarkynningarbæklingi.
- Fundargerðir – afgreiddar og samþykktar.
- Staða framkvæmda – formaður greindi frá því að handriðið í Lágafellskirkju er í vinnslu og á að vera komið upp fyrir fyrstu fermingarmessu 30. mars. Formaður fór yfir stöðu framkvæmda i Mosfellskirkju. Unnið að frágangi á undirlagi fyrir golfplötu.
- Yfirlit framkvæmda – fjárhagu Heildarkostnaður vegna efndurbóta Mosfellskirkju er samtals: 31.759.392.- Umræða um hvort vsk er dreginn frá. Framkvæmdastjóra falið að kanna það. Umræða um að sækja um styrk til jöfnunarsjóðs. Framkvæmdastjóra falið að kanna þetta hjá Kristjáni Björnssyni.
- Samskiptaerfiðleikar – (fært í trúnaðarbók)
- Sameining prestakalla– formaður hefur verið boðaður á fund vegna fyrirhugaðrar sameingingar, Mosfellsprestakalls, Reynivallaprestakalla. Allar hluti af Kjalarnesprófastsdæmis, innan þessa prestakalla eru þrjár sóknir: Lágafellssókn, Brautarholtssókn og Reynivallasókn. Umræður um fyrirhugaðan fund.
- Önnur mál–
- Fundur formanns, framkvæmdastjóra, formanns bæjarráðs og bæjarstjóra. Formaður sóknarnefndar tjáði fundinum um tillögu sína um að bærinn gæfi sókninni lýsingu upp að Mosfellskirkju. Einnig borin upp tillaga á fundinum frá sókninni um þjónustusamning við bæinn um hin ýmsu samstarfsverkefni t.d. að gera Mosfellskirkju að menningarmiðstöð.
- Ósk barst frá Mosfellesbæ um að fá leigða 3. hæð safnaðarheimilis fyrir leikskóla – erindið síðan dregið til baka.
- Valgerður Magnúsdóttir tilkynnti sóknarnefnd að hún ætli að hætta að setja niður blóm við Lágafellskirkju.
- Senda upplýsingapóst á sóknarnefnd á föstudaginn.
Næsti formlegi fundur sóknarnefndar 8. apríl 2025 kl. 17:00.
Fundi slitið kl. 18:33
Fundargerð ritaði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,
framkvæmdastjóri Lágafellssóknar
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
11. apríl 2025 13:32