
Áður auglýst skyndihjálp ungra barna á foreldramorgnum fellur niður í dag vegna veikinda. Reynt verður að bjóða upp á þetta vinsæla námskeið fljótlega þegar tækifæri gefst. Verður auglýst þegar tímasetning hefur verið ákveðin.
Í staðinn verður opið hús þar sem foreldrum og börnum þeirra gefst tækifæri til að hittast í notalegu umhverfi, ræða saman, skiptast á skoðunum, fræðast og eignast vini. Þetta eru stundir sem stuðla kannski að því að rjúfa félagslega einangrun og mynda tengsl meðal jafningja.
Í safnaðarheimilinu eru leikföng, bækur, litir og fleira fyrir börnin og á hverjum morgni er boðið uppá kaffi og meðlæti.
Bogi Benediktsson
15. febrúar 2024 09:00