Helgihald á aðventu

Sunnudagur 3. desember – fyrsti sunnudagur í aðventu
Kl. 13 – 15: JólakirkjuBRALL í Lágafellskirkju. Fjölskylduvæn samvera með föndri, jólatrésrækt, ratleik,
skreyta piparkökur, fjárhúsahvíld og helgileik en um leið fræðast um atburði jólanna. Barnakórinn syngur nokkur jólalög. Kórstjóri: Valgerður Jónsdóttir. Góður gestur kíkir í heimsókn og brallinu lýkur með máltíð.

Sunnudagur 10. desember – annar sunnudagur í aðventu
Kl. 20: Aðventukvöld Lágafellssóknar í Lágafellskirkju. Sr. Henning Emil, sr. Hólmgrímur og Guðlaug Helga leiða stundina. Ræðu kvöldsins flytur Ingi Þór Ágústsson hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður á Eirhömrum. Kveikt á aðventukransinum og kirkjukór Lágafellssóknar syngur. Organisti er Árni Heiðar Karlsson. Einsöngur: Bryndís Guðjónsdóttir sópransöngkona.
Kaffiveitingar í boði Lágafellssóknar í safnaðarheimilinu að Þverholti 3, 3.hæð.
Allir hjartanlega velkomnir!

Sunnudagur 17. desember – þriðji sunnudagur í aðventu
Kl. 20: Jólaíhugun í Lágafellskirkju. Sr. Henning Emil Magnússon leiðir stundina. Rögnvaldur Borgþórsson sér um tónlistina.

Helgihald um jól & áramót í Lágafellssókn

Aðfangadagur 24. desember
Kl. 13: Jólastund fjölskyldunnar í Lágafellskirkju. Notaleg stund sem styttir biðina til jóla fyrir alla fjölskylduna.
Umsjón: Sr. Henning Emil Magnússon, Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir og Árni Heiðar Karlsson.
Kl. 18: Aftansöngur í Lágafellskirkju. Sr. Henning Emil Magnússon. Kirkjukór Lágafellssóknar.
Óbóleikari: Matthías Nardeau. Einsöngur: Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir. Organisti: Árni Heiðar Karlsson.
Kl. 23:30: Miðnæturguðsþjónusta á jólanótt í Lágafellskirkju. Sr. Hólmgrímur Elís Bragason.
Kirkjukór Lágafellssóknar. Óbóleikari: Matthías Nardeau. Organisti: Árni Heiðar Karlsson.

Jóladagur 25. desember
Kl. 14: Hátíðarguðsþjónusta í Lágafellskirkju. Sr. Henning Emil Magnússon. Kirkjukór Lágafellssóknar. Einsöngur: Sigríður Ósk Kristjánsdóttir. Fiðluleikari: Matthías Stefánsson. Organisti: Árni Heiðar Karlsson.

Gamlársdagur 31. desember
Kl. 17: Aftansöngur í Lágafellskirkju. Sr. Hólmgrímur Elís Bragason. Tindatríóið syngur. Trompetleikari: Atli Guðlaugsson. Organisti: Árni Heiðar Karlsson.

Sunnudagur 7. janúar 2024 – upphaf barnastarfsins & sr. Kristján Björnsson Skálholtsbiskups visíterar
Kl. 13: Fjölskyldumessa í Lágafellskirkju. Sr. Arndís Linn, sr. Kristján Björnsson og sunnudagaskólaleiðtogar. Kirkjukórinn og barnakór Lágafellssóknar leiða safnaðarsöngin í sameiningu. Barnakórstjóri: Valgerður Jónsdóttir. Organisti: Árni Heiðar Karlsson. Hressing í skrúðhúsi eftir messu.

Fögnum hátíð ljóssins!
Við óskum öllum íbúum Mosfellsbæjar gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári!
Prestar, starfmenn og sóknarnefnd Lágafellssóknar.

*Birt með fyrirvara um breytingar, fylgist með á: lagafellskirkja.is*

Bogi Benediktsson

27. desember 2023 09:00

Deildu með vinum þínum