Þegar sólin stendur kyrr á stysta degi ársins,
biðjum við þig að reka burt myrkrið með ljósi kærleika þíns,
Ó Geisli alls lífs.
Hjálpa mér að draga úr niðurrifshugsunum en veittu mér að geta fært fram huggunarorð.
Drag úr sjálfhverfni og hjálpa mér að horfa út fyrir innsta hring.
Hjálpa mér að fara ekki fram úr mér en að ég vaxi við að veita öllu athygli.
Minnka þráhyggju skipulagsins en búðu til rými fyrir óvænt góðverk í þágu systkina minna.
Fækka þeim skiptum sem ég veð áfram og styrktu mig í að staldra við og íhuga.
Láttu hefðina ekki verða að vana um leið og þú hjálpar mér að enduruppgötva og skilja upp á nýtt.
Eyð því sem þreytir og þeytist en styð við mig þegar ég geng um og undrast.
Smækka hið yfirborðskennda og kveiktu djúpa gleði í hjarta mínu.
Bregðu fæti fyrir sektarkennd og kenndu mér að sýna mér miskunn og mildi.
Gerðu að ég mætti ekki yfirbugast og veittu mér friðsemd þegar ég legg af stað út í vetrarsólstöður.
Tess Ward

Bogi Benediktsson

22. desember 2023 03:47

Deildu með vinum þínum