
UPPFÆRT
Það var nóg að gera hjá barnakórnum okkar í desember. Skráning á vorönn hefst fljótlega á nýju ári. Hér fyrir neðan er myndband af barnakórnum að syngja lagið Torgið ljómar sem er eftir barnakórstjórann okkar, Valgerði Jónsdóttur.
View this post on Instagram
————————————————————————————————————
Það verður nóg að gera hjá Barnakór Lágafellskirkju í desember.
Kórinn kemur fram á fjórum viðburðum en sá fyrsti verður laugardaginn 2. desember kl. 16 þegar ljósin verða tendruð á jólatrénu í Mosfellsbæ.
Daginn eftir, 3. desember syngur kórinn við upphafið á stórskemmtilegu jóla-kirkjubralli í Lágafellskirkju þar sem dagskrá verður í gangi fyrir fjölskyldur milli kl. 13 og 15.

Þann 15. desember kemur kórinn fram með söngkonunni Grétu Salóme og félögum á jólatónleikum þeirra í Hlégarði í Mosfellsbæ kl. 20. Miðasala á midix.is og sjá nánar viðburð HÉR.
Bogi Benediktsson
20. desember 2023 09:00