
Hér í Lágafellssókn verður öflugt æskulýðsstarf fyrir unglinga i 8, 9 og 10. bekk veturinn 2023 – 2024. Fundirnir eru haldnir á þriðjudögum kl. 20 (húsið opnar kl. 19:30) að Þverholti 3, 2. hæð. Á dagskránni eru leikir, flipp og fjör (sjá nánar dagskrá fyrir ofan).
Á morgun, þriðjudaginn 19. september verður kynningarfundur II sem er ætlaður til að kynna krökkunum fyrir félaginu. Dagskrá: Gaga bolti, spjall og fjör.
Endilega láttu sjá þig!
Bogi Benediktsson
18. september 2023 12:52