
Rock Paper Sisters
Miðvikudagur 23. ágúst kl. 20
Lágafellskirkja – Í túninu heima
Rock Paper Sisters býður til tón-veislu í Lágafellskirkju! Hammondleikari hljómsveitarinnar, er enginn annar en fráfarandi organisti kirkjunnar, Þórður Sigurðarson. Aðrir meðlimir eru þeir Eyþór Ingi, Davíð Sigurgeirsson, Þorsteinn Árnason og Jón Björn Ríkarðsson.
Rock Paper Sisters hefur verið til í nokkur ár en fyrsta platn kom út 15.Ágúst og er hún aðgengileg á öllum helstu streimisþjónustum. Hægt verður að forpanta vínyl eintak á staðnum og jafnvel næla sér í áritað eintak!
Upplifðu rokk og ról í kirkju, allt í anda uppreisnarmannsins Martin Luther.
Ókeypis aðgangur á meðan húsrúm leyfir =)
Bogi Benediktsson
21. ágúst 2023 09:00