
Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti…=)
Dans sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu
Sunnudaginn 3. apríl kl. 13
Þverholti 3, 2. hæð
Sunnudagaskólinn færir sig um set vegna ferminga,,vertíðar“ og verður sunnudagaskólinn 3. apríl kl. 13 í safnaðarheimilinu, Þverholti 3. Þemað verður DANS en ásamt því þá ætlum við að syngja, heyra sögu, leiki og grænu gjafirnar verða svo á sínum stað. Við hvetjum Mosfellinga, Kjalnesinga, Kjósverja og öll til að mæta.
ATH: Á pálmasunnudag, 10. apríl kl. 13 verður svo sunnudagaskólinn í Brautarholtskirkju, sameiginlegur með Reynivallasókn.
Bogi Benediktsson
31. mars 2022 11:18