Á síðustu dögum höfum við hjá Lágafellssókn einbeitt okkur að því að færa fermingardaga þessa vors, sem öllum hefur verið frestað, fram á haust. Það hefur gengið einstaklega vel og foreldrar og forráðamenn hafa tekið fljótt við sér og komin er góð mynd á fermingardaga haustsins. Við þökkum öllum fyrir þau góðu viðbrögð. Við höfum þó ekki gleymt þeim sem voru komin í startholurnar með að skrá fermingarbörnin fyrir næsta vetur (2020 – 2021) en til stóð að hefja skráningu um miðjan mars. Vegna aðstæðna seinkar þeirri skráningu. Tekin hefur verið ákvörðun um að skráning hefjist mánudaginn 6. apríl. Þann dag opnar skráning á tengli á þessari síðu Skráning 2021

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

18. mars 2020 12:16

Deildu með vinum þínum