
Heilunarguðsþjónusta undir yfirskriftinni ,,Leyfðu höndum Guðs að snerta við þér“ verður í Lágafellskirkju, fimmtudaginn 27. febrúar kl. 20:00. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir þjónar fyrir altari og Vigdís Steinþórsdóttir og hópur heilara aðstoðar við athöfnina. Svava Kristín Ingólfsdóttir, söngkona og Þórður Sigurðarson organisti sjá um tónlistina. Verið öll velkomin.
Arndís G. Bernhardsdóttir Linn
25. febrúar 2020 11:15