Nýtt námskeið fyrir börn 10 til 12 ára hófst hjá Lágafellskirkju í síðustu viku. Framundan er frábært dagskrá hjá þessum hópi, svo sem blöðruleikir, hárgreiðslufundur, afmæli, karamelluspurningarkeppni að ógleymdri ferð á æskulýðsmót í Vatnaskóg. TTT námskeiðið er á fimmtudögum milli 17 og 18 á annarri hæð í safnaðarheimili Lágafellssóknar að Þverholti 3.  Við viljum benda áhugasömum börnum á að ef þau hafi misst af fyrsta fundi er sjálfsagt að mæta á þann næsta í vikunni, fimmtudaginn 24. janúar.

Með því að smella á þessa línu má sjá dagskrá starfsins í heildina. 

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

23. janúar 2019 16:08

Deildu með vinum þínum