Foreldramorgarnar hefjast í næstu viku og verða eins og síðastliðin vetur á fimmtudögum millli 10 og 12 í húsakynnum Lágafellssóknar að Þverholti 3 , annarri hæð. Umsjón með foreldramorgnunum hefur Rut G. Magnúsdóttir djákni safnaðarins og hefur hún sett saman spennandi dagskrá fyrir veturinn. Á fyrsta morgninum verður fræðsla um skyndihjálp barna, þá kemur hjúkrunarfærðingur í lok september og ræðir um matarvenjur barna. Í kjölfarið fylgja fleiri fræðslur.. Dagskrá fyrir foreldramorgna er hægt að nálgast með því að smella hér: Dagskrá Foreldramorgna

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

6. september 2018 10:56

Deildu með vinum þínum