Lágafellssókn kallar fermingarbörn næsta vors til skráningarguðsþjónustu í LágafellsSKÓLA kl. 20 sunnudaginn 14. maí. Kirkjukór Lágafellssóknar leiðir safnaðarsöng undir stjórn Kjartans Jósefssonar Ognibene. Fermingarstúlkur frá síðastliðnu vori, þær Lára Ívarsdóttir og Lovísa Rún Sverrisdóttir syngja. Báðir prestar safnaðarins og starfsfólk safnaðarsins leggja guðsþjónustunni lið. Í þessari guðsþjónustu verður hægt að skrá börn fædd 2004 til skráningar á fermingardag næsta vor. Hér er hægt að nálgast upplýsingar um fermingardaga og skráningarblöð sem annars hafa verið send til foreldra og forráðamanna barna í Mosfellsbæ fædd 2004.

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

11. maí 2017 13:17

Deildu með vinum þínum