
Sóknarnefnd Lágafellssóknar hefur tekið ákvörðun um að loka Mosfellskirkju frá og með 15. apríl 2024. Ástæðan er sú að rakaskemmdir og mygla fannst þegar verkfræðistofan Efla var fengin til að kanna ástand kirkjunnar. Í skýrslu þeirra stendur m.a.:
„Þegar að niðurstöður rakaskimunar og sýnatöku, sem hefur verið fjallað hér ofar, eru skoðaðar er ljóst að víðtækar rakaskemmdir eru til staðar í Mosfellskirkju og fara þarf í gagngerar endurbætur á byggingunni.„
Í ljósi þessarar niðurstöðu verður kirkjunni lokað og hvorki auglýst helgihald né aðrar athafnir leyfðar þar, þar til teknar hafa verið ákvarðanir um endurbætur og viðgerðir á kirkjunni.
Sóknarnefnd Lágafellssóknar
Bogi Benediktsson
15. apríl 2024 10:27