Kyrrðarbænastundir færa sig um stað fram á vor yfir í Lágafellskirkju frá og með 7. mars – nema þriðjudaginn 16. maí. Stundirnar verða áfram kl. 17:30 og þau sem ekki hafa stundað kyrrðarbæn áður geta mætt kl. 17:15 og fengið grundvallarkennslu í bæninni sem er eitt einfaldasta bænaform kristinnar hefðar. Hægt er nálgast meiri upplýsingar um kyrrðarbænina á heimasíðu okkar, og heimasíðu samtaka um bænina: www.kristinihugun.is 

Kyrrðarbæn / Centering prayer er nútíma heiti fyrir þá aðferð sem Jesús átti við þegar hann talaði um “að biðjast fyrir” í Fjallræðunni. Hann boðar að: “nær þú biðst fyrir, skaltu ganga inn í herbergi þitt, loka dyrunum og biðja föður þinn sem er í leynum…”(Matt.6.6) Í tímanna rás hefur þessi bænar aðferð/form verði nefnd ýmsum nöfnum eins og t.d. “pure prayer”, “prayer of the heart”, “prayer of simplicity”, “prayer of faith” o.s.frv. (Thomas Keating).

Kyrrðar bæn / Centering prayer er einstök og persónubundin leið/aðferð sem býr okkur undir það að vera opin gagnvart Guði. Henni er ekki ætlað að koma í staðinn fyrir önnur form bæna, heldur má segja að Centering prayer auki dýpt þeirra.

Umsjón hefur Arna Harðardóttir.

Bogi Benediktsson

15. maí 2023 10:19

Deildu með vinum þínum