Mynd fenginn í láni af viniribata.is

Sunnudagur 3. apríl 2022
Batamessa kl. 17 í Lágafellskirkju

Batamessa verður í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ, sunnudaginn 3. apríl 2022, kl. 17.00. Sr. Arndís Linn þjónar ásamt sjálfboðum úr Vinum í bata.
Að messu lokinni bjóða vinir í bata í Lágafellskirkju upp á hressingu í Safnaðarheimilinu að Þverholti 3, Mosfellsbæ.

Það eru allir velkomnir í batamessu og um að gera að bjóða þeim sem okkur þykir vænt um með í messuna.
Batamessur eru sérstaklega sniðnar fyrir sporafólk. Við heyrum vitnisburð og presturinn hefur eitthvað gott að segja okkur til að taka með út í daginn. Svo fáum við ráðrúm til að eiga okkar eigin stund í kirkjunni. Þetta verður væntanlega síðasta batamessan þennan veturinn og um að gera að koma og njóta.

Sjáumst í batamessu.

Batamessurnar eru upprunnar hér á Íslandi. Í batamessu sameina prestur og Vinir í bata krafta sína í viðkomandi kirkju og bjóða öðrum Vinum í bata til sín í messu, sem við köllum batamessu. Batamessurnar eru leið til að styðja við batann, vettvangur fyrir Vini í bata til að koma saman, hvort sem þeir eru búnir að fara sporin eða eru að vinna sporin, ekki síður en að átta sig á þvi að það er fólk víðar heldur en í þeirra kirkju/stað að kljást við sama verkefni. Batamessur eru þarfur og mikilvægur liður í starfi Vina í bata og markmið þeirra er að styðja/ styrkja 12 spora iðkandann í því að viðhalda batanum. Allir geta komið og átt notalega og uppbyggilega stund í batamessu. Nánari upplýsingar inn á: viniribata.is

Bogi Benediktsson

1. apríl 2022 09:34

Deildu með vinum þínum