Aðventu ratleikur
Sunnudaginn 13. desember milli kl. 12 – 14
við Lágafellskirkju

Lokastund barnastarfsins í Lágafellskirkju verður að þessu sinni í ratleikjaformi.
Gerum okkur glaða stund með fjölskyldunni milli kl. 12 – 14 við kirkjuna, höfum gaman og leysum þrautir.

Ratleikurinn verður úti en gætt verður að fjarlægðar- og nálægðartakmörkunum en minnum á einstaklingsbundnar sóttvarnir.
Psss…. Komið endilega vel klædd eftir veðri og í jólastuði!

Leiðbeiningar:
– Þrautirnar eru fyrir unga og aldna til þess að leysa í sameiningu!
– 4 þrautastöðvar um svæðið
– Safna 4 stöfum sem mynda orð
– Taka mynd af orðinu í lokin og sendið á Lágafellskirkju (upplýsingar sjá neðst)

Ef einhverjar spurningar vakna, sendið póst á Boga æskulýðsfulltrúa:
bogi@lagafellskirkja.is eða skilaboð á Lágafellskirkju í gegnum facebook eða instagram.

Hægt er að horfa á jólakveðju frá jólasveininum hér fyrir neðan á slaginu kl. 13:


Þjóðkirkjan og RÚV hafa í sameiningu á aðventunni ákveðið að bæði útvarpa guðsþjónustum kl. 11 frá Rás 1 (eins og venja er alla sunnudaga) heldur einnig taka upp en það verður sýnt í myndrænu formi kl. 15 á RÚV. Sýnt verður frá guðsþjónustu í Seljakirkju að þessu sinni. Hægt er að horfa á sunnudagsguðsþjónustuna á slaginu kl. 15 með því að SMELLA HÉR og einnig í imbakassanum eða í RÚV appinu.

Aðventustund fyrir syrgjendur
Um árabil hafa sorgarsamtök, Landspítalinn og Þjóðkirkjan boðið þeim sem nýlega hafa misst ástvin til samkomu á aðventunni. Þetta hefur verið stund kærleika og huggunar fyrir syrgjendur í aðdraganda jóla.
Þetta árið verður stundinni sjónvarpað til allra landsmanna frá Grafarvogskirkju sunnudaginn 13. desember kl. 17:00.

Eigið góða viku.

Bogi Benediktsson

9. desember 2020 11:48

Deildu með vinum þínum