Þjóðkirkjan hefur hvatt söfnuði landsins til að efla umhverfisstarf í söfnuðum sínum. Til að fræða, hvetja og örva starfsfólk og presta Lágafellssóknar í umhverfismálum kom sr. Halldór Reynisson á starfsmannafund. Hann er verkefnisstjóri umhverfismála hjá Þjóðkirkjunni og kynnti fyrir hópnum hvaða skref þarf að taka til að verða grænn söfnuður. Það er skemmst frá því að segja að í ljós kom að ýmislegt hefur verið gert í safnaðarstarfi síðastliðin ár til að vernda umhverfið. T.d. hefur áhersla verið lög á að minnka plast og pappírsnotkun og velja umhverfisvænar hreinlætisvörur. Þá hafa umhverfismál verið til umræðu í helgihaldi kirkjunnar og í barna og æskulýðsstarfi. Lágafellssókn er því komin vel á veg með að verða grænn söfnuður og mun í framhaldinu leggja aukna áherslu á að leita leiða til að vernda umhverfið okkar.

Hér má finna bækling Þjóðkirkjunnar um hvaða skref söfnuðir geta tekið á leið sinni til að verða græn kirkja

Þá má finna upplýsingar um umhverfismál þjóðkirkjunnar hér

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

12. mars 2020 11:55

Deildu með vinum þínum