Bleikur október

 

Í tilefni af bleikum október sem helgaður er baráttunni gegn brjóstakrabbameini verður bleik kvöldmessa í Lágafellskirkju sunnudaginn 13. Október kl. 20:00.

Gunnjóna Una Guðmundsdóttir félagsráðgjafi hjá Krabbameinsfélaginu flytur hugleiðingu. Sr. Elín Salóme Guðmundsdóttir les ritningalestra. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir þjónar fyrir altari. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssyni organista.

Við hvetjum alla til að mæta í bleiku!

Bogi Benediktsson

9. október 2019 14:08

Deildu með vinum þínum