Nú styttist í fermingarár barna sem fædd eru 2006. Af því tilefni kalla prestar og starfsfólk Lágafellssóknar öll verðandi fermingarbörn Lágafellssóknar sem fermd verða vorið 2020 og foreldra/forráðamenn þeirra til kvöldguðsþjónustu í Lágafellsskóla sunnudaginn 5. maí. Hefst athöfnin kl. 20:00. Í guðsþjónustunni hefst jafnframt skráning fyrir fermingarfræðslu og daga næsta vetrar. Með síðasta safnaðarblaði Lágafellssóknar fylgdi skráningarblað þar sem hægt var að velja dag fyrir fermingu og skrá þátttöku í fermingarfræðslunni.

Hægt er að nálgast skráningarbæklinginn með því að smella á þessa línu. 

 

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

29. apríl 2019 14:40

Deildu með vinum þínum