Annan sunnudag í aðventu, 10. desemberr klukkan 20:00 verður hið árlega aðventukvöld í Lágafellskirkju. Fjöldi tónlistafólks kemur fram, þar á meðal Hópur úr Listaskóla Mosfellsbæjar, Berglind Björgúlfsdóttir og dætur, Sigrún Harðardóttir, Einar Clausen og kirkjukór Lágafellssóknar. Organsti er Þórður Sigurðarson organista. Ræðumaður kvöldins er Sigurður Hreiðar, innfæddur Mosfellingur . Prestar safnaðarins, Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn og sr. Kristín Pálsddóttir leiða stundina. Sóknarnefnd bíður viðstöddum að þiggja Kaffiveitingar í safnaðarheimili að athöfninni lokinni.

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

4. desember 2017 11:21

Deildu með vinum þínum