8. október kl.20:00 verður kvöldguðsþjónusta í Lágafellskirkju að hætti Taize. Taize guðsþjónustur eru hugljúfar bæna- og íhugunarstundir þar sem við tökum frá tíma til að nærast í trúnni. Sálmarnir sem við syngjum eru einfaldir og endurteknir og því er auðvelta að læra þá og syngja með. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar organista. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn leiðir helgihaldið.

Sunnudagaskóli á sínum stað í Lágafelllskikju kl. 13:00.

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

6. október 2017 14:29

Deildu með vinum þínum