Leikritið um Jóru verður flutt í sunnudagaskólanum 11. desember kl. 13:00. Þangað eru allir velkomnir og er aðgangur ókeypis. Leikritið segir frá lítilli tröllastelpu sem býr í fjöllunum og heitir Jóra. Einn daginn stelur hún kíkinum hans Skrepps Leppalúðasonar en hann er einn helsti aðstoðarmaður jólasveinanna. Allt er því í pati á jólasveinaheimilinu

Í leikritinu er komið inná boðskap jólanna og tilgang þeirra en Jóra litla veit ekkert um hátíð ljóssins og fæðingu frelsarans. Hún þarf því að læra margt og standast ýmsar freistingar  áður en hún snýr aftur heim reynslunni ríkari.

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

6. desember 2016 12:34

Deildu með vinum þínum