Annan sunnudag í aðventu, þann 4. desember kl. 20:00  verður hið árlega aðventukvöld Lágafellssóknar. Ræðumaður kvöldins er Ragnheiður Ríkharðsdóttir fyrrverandi alþingismaður. Tónlistarstjóri og stjórnandi er Kjartan Jósefsson Ognibene. Báðir prestar safnaðarins, sr. Ragnheiður Jónsdóttir og sr. Arndís Linn leiða stundina. Fjöldin allur af tónlistarfólki leggur okkur lið þetta kvöldið m.a. Einar Clausen, Sigrún Harðardóttir, Bryndís Eva Erlingsdóttir, Sif Arnardóttir, Ingibjörg Hrönn Jónsdóttir, Hrafnhildur Edda Erlingsdóttir, Júlíana Elín Kjartansdóttir, Rósa Hrund Guðmundsdóttir, Sesselja Halldórsdóttir, Lovísa Fjeldsted, Skólakór Varmárskóla undir stjórn Guðmundar Ómars Óskarssonar og Kirkjukór Lágafellssóknar.

Kaffiveitingar eru í boði Lágafellssóknar í safnaðarheimilinu að athöfn lokinni.

Sunnudagskólinn er á sínum stað kl. 13:00 á sunnudag í Lágafellskirkju. Barn verður skírt í athöfninni. Umsjón hafar Hreiðar Örn, Bryndís Eva og Kjartan.

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

29. nóvember 2016 14:32

Deildu með vinum þínum