Taize kvöldguðsþjónusta undir yfirskriftinni ,,….ég styð þig með sigrandi hendi minni:“ verður í Lágafellskirkju sunnudaginn 9. október kl. 20:00. Guðsþjónustan einkennist af einföldum bænasöng, sem kirkjugestir eiga auðvelt með að taka undir, stuttum ritningarlestrum og bænum. Kirkjukór Lágafellssóknar leiðir söng undir stjórn Kjartans Jósefssonar Ognibene. Prestur er Arndís G. Bernhardsdóttir Linn.

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

6. október 2016 10:07

Deildu með vinum þínum