Séra Ragnheiður Jónsdóttir sóknarprestur og séra Skírnir Garðarsson prestur hafa fengið leyfi frá störfum til áramóta.

Séra Birgir Ásgeirsson og séra Kristín Pálsdóttir munu leysa þau af á tímabilinu.

Séra Birgir þjónaði um árabil í Mosfellsprestakalli og þjónaði síðast sem prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Séra Kristín hefur víðtæka reynslu sem prestur í sóknum og á stofnunum, síðast í Árbæjarprestakalli.

Söfnuður Lágafellssóknar býður þau velkomin til starfa.

Lágafellssókn.

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

29. október 2015 21:47

Deildu með vinum þínum