Pílagrímsganga frá Mosfellskirkju

Þú ert hér: ://Pílagrímsganga frá Mosfellskirkju

Pílagrímsganga frá Mosfellskirkju sunnudaginn 3. ágúst. Gengið verður frá Mosfellskirkju, yfir Svínaskarð og yfir í Kjósina þar sem endað verður með guðsþjónustu í Reynivallakirkju kl. 14:00. Mæting er við Mosfellskirkju kl. 8:20 á sunnudagsmorgun. Þátttakendum verður ekið frá Reynivöllum aftur að Mosfellskirkju. Umsjón með göngunni hefur sr. Ragnheiður Jónsdóttir og fer  skráning  fram hjá henni í síma: 869 9882. Leiðsögumaður er Sigurður Skarphéðinsson. Allir velkomnir.

By |2014-07-31T12:25:41+00:0031. júlí 2014 12:03|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Pílagrímsganga frá Mosfellskirkju