Fyrsti fræðslumorgun Foreldramorgna á þessu ári verður næstkomandi fimmtudag, 6. febrúar. Þá kemur Kristín Snorradóttir meðferðarráðgjafi frá Fjölskylduhúsi og ræðir um þróun sjálfsmyndar hjá börnum og leiðir til að styrkja hana. Foreldramorgnar eru alla fimmtudaga yfir veturinn í safnaðarheimili Lágafellssóknar milli 10 og 12. Fræðslan byrjar öllu jöfnu uppúr 10:30. Hægt er að skoða dagskrá foreldramorgna fram á vor hér á heimasíðu safnaðarins.

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

4. febrúar 2014 12:10

Deildu með vinum þínum