Í þessari viku eru jólastundir hjá ýmsum hópum í safnaðarstarfinu. Næstkomandi fimmtudag, 12. desember er jólastund á Foreldramorgnum milli 10 og 12 í safnaðarheimilinu. Þar koma foreldar ungabarna saman, eiga huggulega stund og syngja saman jólasöngva. Á fimmtudagskvöldið er svo jólaprjónasamvera þar sem boðið verður uppá létt jólaföndur og veitingar í tilefni jólanna. Jólaprjónasamveran hefst kl. 19:00. Nánari upplýsingar má sjá á Facebook síðu hópsins, https://www.facebook.com/Prjonasamverur

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

10. desember 2013 12:18

Deildu með vinum þínum