Guðsþjónusta í túninu heima

Þú ert hér: ://Guðsþjónusta í túninu heima

Á bæjarhátíð Mosfellsbæjar „Í túninu heima“verður guðsþjónusta í Mosfellskirkju í Mosfellsdal, sunnudaginn 1. september kl.11.
Berum fram bænir okkar frammi fyrir Guði og þökkum fyrir lífið og samfélag okkar. Diddú syngur einsöng og kirkjukór Lágafellssóknar leiðir safnaðarsöng. Organisti Arnhildur Valgarðsdóttir. Sr.Ragnheiður Jónsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Rut G. Magnúsdóttir er kirkjuvörður. Komið fagnandi!

By |2013-08-28T10:31:35+00:0028. ágúst 2013 10:31|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Guðsþjónusta í túninu heima