Visitasía biskups í Mosfellsbæ

Þú ert hér: ://Visitasía biskups í Mosfellsbæ

Nú stendur yfir visitasía biskups Íslands í Mosfellsprestakalli, í Mosfellsbæ. Visitasían hófst með guðsþjónustu í Lágafellskirkju 28. apríl þar sem biskup Íslands, frú Agnes Sigurðardóttir prédikaði. Að athöfninni lokinni bauð sóknarnefnd til kaffisamsætis í Hlégarði þar sem frú Agnes var boðin velkomin. Biskup kemur víða við í bæjarfélaginu, heimsækir grunnskóla, Skálatún og kynnir sér aðstöðu félagsaðstöðu á Eirhömrum auk þess að kynna sér forleifauppgröft að Hrísbrú. Heimsókn biskups er hluti af visitasíu í Kjalarnesprófastdæmis. Hér getur að líta myndir sem teknar hafa verið í fylgd biskups.

By |2013-04-29T14:35:24+00:0029. apríl 2013 14:22|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Visitasía biskups í Mosfellsbæ