
Nú stendur yfir visitasía biskups Íslands í Mosfellsprestakalli, í Mosfellsbæ. Visitasían hófst með guðsþjónustu í Lágafellskirkju 28. apríl þar sem biskup Íslands, frú Agnes Sigurðardóttir prédikaði. Að athöfninni lokinni bauð sóknarnefnd til kaffisamsætis í Hlégarði þar sem frú Agnes var boðin velkomin. Biskup kemur víða við í bæjarfélaginu, heimsækir grunnskóla, Skálatún og kynnir sér aðstöðu félagsaðstöðu á Eirhömrum auk þess að kynna sér forleifauppgröft að Hrísbrú. Heimsókn biskups er hluti af visitasíu í Kjalarnesprófastdæmis. Hér getur að líta myndir sem teknar hafa verið í fylgd biskups.
- Frú Agnes prédikar
- Djáknar Mosfellsprestakalls
- Þjónar í Lágafellskirkju
- Frú Agnes færir sóknarbarni kross
- Kirkjugestir í kirkjukaffi
- Kirkjugestir
- Biskup og biskupsritari voru heiðruð með gjöfum
- Móttaka í Lágafellsskóla
- Hópur barna sem söng fyrir biskup
- Í Lágafellsskóla
- Tekið á móti biskup við Varmárskóla
- Barnakór Varmárskóla tók á móti biskup með söng