Tónlistarstundir fyrir börn á aldrinum 3-18 mánaða hefst fimmtudaginn 13. apríl kl. 10 – 12!

Krílasálmar eru námskeið þar sem tónlist, sálmar, barnavísur, taktur og dans eru notuð til að styrkja tengslamyndun og örva þroska barnanna.

Áslaug Helga Hálfdánardóttir djákni og tónlistarkennari, mun sjá um námskeiðið. Ásamt henni verður Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir, starfsmaður Lágafellssóknar með.

Námskeiðið verðaa vikulega í fjögur skipti og hefjast fimmtudaginn 13. apríl og til 11. maí. Það fellur niður 20. apríl þar sem hann ber upp á sumardaginn fyrsta. Námskeiðið verður á 3. hæð safnaðarheimilis Lágafellssóknar, Þverholti 3, frá kl. 10:00 – 12:00. Kostnaður er 2.800 krónur. Eingöngu 14 börn komast að á hvert námskeið. Vinsamlegast tilkynnið um skráningu á gudlaughelga@lagafellskirkja.is.

Nánar lýsing á krílasálmum:

Á Krílasálmum er foreldrum kennt hvernig nota má söng og tónlist til að auka tengsl við börnin og örva þroska þeirra en rannsóknir sýna að tónlist hefur góð áhrif á tilfinninga- og hreyfiþroska barna. Í kennslunni eru einkum notaðir sálmar og tónlist kirkjunnar en einnig þekktar vísur, hrynleikir og þulur. Mikil áhersla er lögð á að örva skilningarvit barnanna með ýmsum aðferðum s.s. bjöllum, slæðum, reykelsi, sápukúlum og vatnsúða svo eitthvað sé nefnt.

Við syngjum fyrir börnin, vöggum þeim og dönsum og á þann hátt fá þau upplifun af tónlistinni. Það krefst ekki sérkunnáttu að syngja fyrir börnin okkar. Fyrir þitt barn er þín rödd það alfallegasta í öllum heiminum, alveg sama hvernig hún hljómar.

Bogi Benediktsson

10. apríl 2023 08:00

Deildu með vinum þínum