
Hér má sjá yfirlit yfir helgihal yfir jól og áramót
24. desember – Aðfangadagur
Kl. 13:00 Barnaguðsþjónusta í Lágafellskirkju
Sr. Arndís Linn, leiðir stundina ásamt Hreiðari Erni Zoëga Stefánssyni. Þórður Sigurðarson annast tónlistarflutning. Jólaguðspjallið lesið og jólalögin sungin og biðin eftir jólunum stytt í hátíðarstemmningu.
Kl. 18:00 Aftansöngur í Lágafellskirkju
Sr. Arndís Linn, þjónar fyrir altari og prédikar. Einsöngvari er Jón Magnús Jónsson.
Kl. 23:30 Miðnæturguðsþjónusta í Lágafellskirkju
Sr. Kristín Pálsdóttir. þjónar fyrir altari og prédikar Gestasöngvari er Kristín R. Sigurðardóttir.
25. desember – Jóladagur
Kl. 14:00 Hátíðarguðsþjónusta í Lágafellskirkju Sr. Arndís Linn þjónar fyrir altari og prédikar. Einsöngvari verður Einar Clausen. Fiðluleik annast Sigrún Harðardóttir.
Kirkjukór Lágafellssóknar syngur og leiðir safnaðarsöng í jólamessum undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar, organista.
Kl. 16:00 Hátíðarguðsþjónusta í Mosfellskirkju Sr. Kristín Pálsdóttirþjónar fyrir altari og prédikar. Einsöngvari verður Einar Clausen.
Kirkjukór Lágafellssóknar syngur og leiðir safnaðarsöng í jólamessum undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar, organista.
31. desember – Gamlársdagur
kl. 17:00 (ATHUGIÐ BREYTTUR TÍMI) Aftansöngur í Lágafellskirkju. Sr. Kristín Pálsdóttir þjónar fyrir altari og predikar. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur og leiðir safnaðarsöng undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar, organista.
Arndís G. Bernhardsdóttir Linn
21. desember 2017 15:41