Miðvikudaginn 21. október verður afar fróðlegur fyrirlestur á Foreldramorgnum sem bert heitið Áhrif uppeldis á heilaþroska og persónuleika. Rakel Rán Sigurbjörnsdóttir fjölskylduþerapisti kemur og ræðir við hópinn um málefnið. Á Foreldramorgnum koma foreldrar með ung börn sín saman og ræða málin og fræðast. Foreldramorgnar hefjast kl. 10 og eru til 12. Fræðsla Rakelar Ránar hefst um 10:30. Allir sem áhuga hafa eru hjartanlega velkomnir.

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

20. október 2015 13:18

Deildu með vinum þínum