Nú hefst Menningarhaust í Mosfellsbæ og nokkrir viðburðir verða í Lágafellskirkju í tengslum við dagskránna. Fyrst ber að nefna tónleika kvennasönghópsins „Boudoir“ sem verður laugardaginn 25. október kl. 16:00. Sjá umfjöllun hér. Þá eru kyrrðartónleikar með UniJon sunnudagskvöldið 26. október kl. 20:00. Sjá nánari umfjöllun hér. Síðast en ekki síst verður Laxnesskvöld í Lágafellskirkju miðvikudagskvöldið 29. október kl. 20:00. Auk Kirkjukórs Lágafellssóknar koma söngvararnir Diddu og Einar Clausen fram, Matthías Stefánsson leikur á fiðlu og á stokk stíga aðal Laxness-spekúlantar Bjarki Bjarnason rithöfundur og Dr. Gunnar Kristjánsson prófastur að Reynivöllum.

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

22. október 2014 13:46

Deildu með vinum þínum