Fréttir

Þú ert hér: :/Fréttir/

Fjölskylduguðþjónusta og sunnudagaskóli.

Á sunnudaginn verður stór skemmtileg fjölskylduguðþjónusta í Lágafellskirkju kl 11.00
Létt og skemmtileg stund sem verður full af skemmtilegri tónlist og gleði.
Í guðþjónustunni verður söng atriði frá Ingibjörgu Fríðu Helgadóttur.
Um stundina sjá sr. Ragnheiður Jónsdóttir, Berglind Hönnudóttir (Bella) og Þorvaldur Örn Davíðsson.

Sunnudagaskólinn verður líka á sínum stað kl 13:00,
með fullt af fjöri og við minnum alla á að koma með bangsa því það er bangsadagur.
Um stundina sjá Bella, Petrína og Hrafnkell orgelnemi.

 

By |2019-10-19T23:02:33+00:0019. október 2019 21:54|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Fjölskylduguðþjónusta og sunnudagaskóli.

Núvitund fyrir börn

Í nóvember verður haldið námskeið fyrir börn í núvitund.
Námskeiðið verður haldið í safnaðarheimili Lágafellskirkju.

Kennt verður einu sinni í viku í 4. vikur.
Hugleiðsla verður kennd í gegnum sögur og leik.

 

Námskeiðið byrjar þriðjudaginn 5. nóvember kl. 17:00

 Skráning fer fram hér.

Kennari á námskeiðinu er Rut G. Magnúsdóttir, grunnskólakennari og djákni.

By |2019-10-15T12:06:34+00:0015. október 2019 12:06|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Núvitund fyrir börn

Bleik messa í Lágafellskirkju

Bleikur október

 

Í tilefni af bleikum október sem helgaður er baráttunni gegn brjóstakrabbameini verður bleik kvöldmessa í Lágafellskirkju sunnudaginn 13. Október kl. 20:00.

Gunnjóna Una Guðmundsdóttir félagsráðgjafi hjá Krabbameinsfélaginu flytur hugleiðingu. Sr. Elín Salóme Guðmundsdóttir les ritningalestra. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir þjónar fyrir altari. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssyni organista.

Við hvetjum alla til að mæta í bleiku!

By |2019-10-09T14:08:03+00:009. október 2019 14:08|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Bleik messa í Lágafellskirkju

Ungbarnanudd á Foreldramorgnum

Á næstkomandi fimmtudag, 10. október kemur Hrönn Guðjónsdóttir á foreldramorgna og kennir handtökin á ungbarnanuddi. Gott er að koma með teppi og handklæði. Foreldramorgnar eru alla fimmtudag í safnaðarheimili Lágafellssónar Þverholti 3 á annarri hæð milli 10 og 12. Umsjón hefur Rut G. Magnúsdóttir djákni. Allir sem áhuga hafa eru velkomin.

By |2019-10-08T15:44:34+00:008. október 2019 15:44|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Ungbarnanudd á Foreldramorgnum

Guðsþjónusta í Lágafellskirkju

Guðsþjónusta verður í Lágafellskirkju sunnudaginn 6. október kl. 11:00. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir þjónar fyrir altari og Kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar. Verið öll velkomin.

By |2019-10-02T16:16:10+00:002. október 2019 15:45|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Guðsþjónusta í Lágafellskirkju

12 sporin andlegt ferðalag byrja 2. október í Lágafellssókn

Í vetur verður eins og undanfarið boðið uppá andlegt ferðalag í anda Tólf sporanna í Mosfellsbæ. Sporin eru unnin eftir kerfi þar sem tekist er á við óuppgerðar tilfinningar. Flestum okkar hættir til að dragnast með slíkt í gegnum lífið með tilheyrandi þjáningum og ójafnvægi. Ekki er horft á fíkn sérstaklega. Kynningarfundur verður MIÐVIKUDAGINN 2. október 2019 kl. 19:00 og í framhaldi verða opnir fundir næstu 3 miðvikudaga á eftir. Eftir það er hópunum lokað en það er eðli þess starfs að það er unnið í lokuðum hópum þar sem trúnaður myndast til að takast á við óuppgerðar tilfinningar. Fundirnir eru haldnir í safnaðarheimilinu á miðvikudögum.
Vinir í Bata er hópur kvenna og karla sem hafa tileinkað sér 12 sporin – andlegt ferðalag. Hægt er að kynna sér samtökin á heimasíðu þeirra: www.viniribata.is

By |2019-10-01T12:17:53+00:001. október 2019 12:17|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við 12 sporin andlegt ferðalag byrja 2. október í Lágafellssókn

Námskeið í Kyrrðarbæn – kristinni hugleiðslu

Dagsnámskeið um Kyrrðarbæn (Centering Prayer) verður haldið í safnaðarheimili Mosfellsprestakall þann 5. október  frá kl. 10 – 16. Námskeiðsgjald er kr. 3500 (greitt með gíróseðli). Innifalið eru námsgögn og léttur hádegisverður. Kennarar og leiðbeinendur námskeiðsins verða sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn og sr. Ragnheiður Jónsdóttir. Hægt verður að skrá sig hér á heimasíðunni eða hjá sr. Arndísi á netfanginu: arndis.linn@lagafellskirkja.is

Kyrrðarbæn er íhugunaraðferð úr kristinni hefð sem hefur verið stunduð í einhverri mynd frá frumkristni. Á námskeiðinu verður fjallað um þessa íhugunaraðferð, hún kennd og iðkuð.
Kyrrðarbæn er afar einföld iðkun sem gengur út á að hvíla í nærveru Guðs og samþykkja verk heilags anda innra með okkur. Þó aðferðin sé einföld hefur hún umbreytandi áhrif á iðkandann með auknum andlegum þroska sem leiðir m.a. til aukinnar sjálfsþekkingar og dýpra sambands við Guð og menn.

Nánari upplýsingar má fá hjá Ragnheiði eða Arndísi í síma: 5667113

By |2019-09-30T21:18:53+00:0030. september 2019 14:52|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Námskeið í Kyrrðarbæn – kristinni hugleiðslu

Kynningarfundur fyrir foreldra fermingarbarna

Kynningarfundur með foreldrum verður í safnaðarheimilinu Þverholti 3 á þriðu hæði,  þriðjudaginn 1. október

Foreldrar barna í  Varmárskóla mæti kl. 17:30

Foreldrar barna í  Lágafellsskóla mæti kl. 18:30

By |2019-09-29T12:25:39+00:0029. september 2019 12:23|Categories: Fermingarfréttir, Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Kynningarfundur fyrir foreldra fermingarbarna

Guðsþjónusta í Mosfellskirkju

Sunnudaginn 29. september verður guðsþjónusta í Mosfellskirkju kl. 11:00. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn þjónar fyrir altari. Kirkjukór Lágafellssóknar leiðir safnaðarsöng undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar.

Sunnudagaskólinn er svo í Lágafellskirkju kl. 13:00. Um hann sjá Berglind æskulýðsfulltrúi, Petrína og Þorvaldur Örn organisti. Í september er grænt litaþema.

By |2019-09-25T14:13:52+00:0025. september 2019 14:10|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Guðsþjónusta í Mosfellskirkju

Fyrirbæna og friðarhópur gefur bænatrefla

Í Lágafellskirkju er starfandi fyrirbæna og friðarhópur sem hittist einu sinni í viku. Bænahópinn stofnaði Þórdís Ásgeirsdóttir djákni í Lágafellssókn haustið 2001 og hefur hann starfað óslitið síðan.

Í byrjun árs 2015 kom sú hugmynd til Þórdísar, sem þá hafði látið af störfum hjá Lágafellssókn að nýta tíma sinn og sköpunarkraft til að prjóna trefla með íprjónuðu rósamynstri og merki krossins í miðjunni. Hvort tveggja táknar Jesú og frið Guðs í lífi okkar. Einnig prýða treflana línur sitt hvoru megin sem merkja jarðarbúa og sköpunarverkið allt sem okkur ber að umfaðma með útréttum friðarhöndum. Treflarnir eru alfarið hönnun Þórdísar og strax fyrsta árið lauk hún við 54 trefla sem nú prýða og hlýja eigendum sínum, en alls eru treflarnir orðnir ríflega hálft annað hundrað og hver trefill númeraður.

Fyrirbæna og friðarhópurinn hefur fært prestum Lágafellssóknar slíkan trefil og einnig fært sókninn bláa stólu. Í lok sumars kom Sr.Brynja Vigsdís Þorsteinsdóttir, prestur í Njarðvíkurprestakalli  á bænastund og tók við friðartrefli. Þá færði hópurinn biskup Íslands,  frú Agnesi M. Sigurðardóttur, fjólurauðan friðartrefill sem einnig má kalla Jesú- eða bænatrefil.

Friðar- og fyrirbænahópurinn kemur saman til fyrirbænastundar í Lágafellskirkju á mánudögum kl. 16.30, er öllum opinn og tekur gjarnan á móti nýju fólki. Meðfylgjandi eru ýmsar myndir frá starfi bænahópsins.

By |2019-09-25T11:59:09+00:0025. september 2019 10:56|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Fyrirbæna og friðarhópur gefur bænatrefla