Fréttir

Þú ert hér: :/Fréttir/

Tvö börn skírð í guðsþjónustu í Lágafellskirkju

Næstkomandi sunnudag, 18. nóvember verður guðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11:00. Í athöfninni verða tvö konarbörn skírð. Kirkjukór Lágafellssóknar leiðir safnaðarsöng og syngur skírnarsálma undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar organista. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn þjónar fyrir altari. Kirkjuvörður er Lilja Þorsteinsdóttir. Allir mosfellingar eru hjartanlega velkomnir !

By | 2018-11-14T10:32:44+00:00 13. nóvember 2018 16:47|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Tvö börn skírð í guðsþjónustu í Lágafellskirkju

Jólalýsing í kirkjugörðum Lágafellssóknar

Í nóvember hefst undirbúningur við uppsetningu ljósakrossa á leiði í kirkjugörðunum. Sömu aðilar hafa séð um þessa þjónustu í mörg ár. Til að auðvelda uppsetningu (vegna veðurs) mun fyrirtækið hefja undirbúning fyrr en áður. Ljósin verða svo tendruð fyrsta sunnudag í aðventu eins og áður. Aðstandendur fá sendar frekari upplýsingar og greiðsluseðla.

Allar nánari upplýsingar gefa: Ingibjörg B. Ingólfsdóttir í síma 899 2747 og Árni Gunnar Haraldsson í síma 861 4161 í gegnum netfangið:leidisljos@gmail.com

By | 2018-11-13T10:20:15+00:00 13. nóvember 2018 10:20|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Jólalýsing í kirkjugörðum Lágafellssóknar

Kvöldguðsþjónusta í Lágafellskirkju

Það verður kvöldguðsþjónusta á hugljúfum nótum í Lágafellskirkju sunnudaginn 11. nóvember kl. 20. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur með okkur hugljúfa kvöldsálma undir stjórn organistans Þórðar Sigurðarsonar. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir þjónar fyrir altari. Kirkjuvörður er Hildur Salvör Backman.

By | 2018-11-08T12:54:00+00:00 8. nóvember 2018 12:44|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Kvöldguðsþjónusta í Lágafellskirkju

Fermingarbörn á ferð !

Fermingarbörnin í Mosfellsbæ verða á ferð seinnipartinn í dag. Þau munu gang í hús og safna fyrir vatnsbrunnum í samvinnu við Hálparstarf Kirkjunnar. Söfnunin er árleg og hafa fermingarbörn síðustu ára lagt sitt af mörkum til að auka lífsgæði fólks í Afríku. Börnin ganga í hús frá 18:30 og verða á ferðinni til 20:00. Við hvetjum Mosfellinga til að taka vel á móti börnunum og styrkja Hjálparstarfið í þessu verðuga verkefni.

By | 2018-11-07T14:25:46+00:00 7. nóvember 2018 14:25|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Fermingarbörn á ferð !

,,Sterk í núinu“ Sjálfstyrking fyrir stelpur

Lágafellssókn býður nú sérsniðið sjálfstyrkingarnámskeið fyrir ungar stelpur á aldrinum 15 – 17 ára.  Námskeiðið er haldið 5.nóvember – 3.desember í safnaðarheimili Lágafellskirkju, Þverholti 3 á 2.hæð.
Námskeiðið fer fram á mánudögum, kl. 19:30-20:45 í 5 skipti og verðið er 5.000.-  Í fyrsta tíma er tekin fyrir Sjálfsmynd, Líkamsmynd, Fyrirmyndir og Vinahópurinn. Annar tími fjallar um Tilfinningar,  Hugleiðslu, slökun og trú. Í þriðja tíma er rætt um Sjálfstraust,  Jákvæðni og Þakklæti. Fjórði tími fer í að velta fyrir sér  Hvernig hugsa ég vel um sjálfan mig ? , Ánægja í lífinu og Samskipti. Að lokum er tekin fyrir Framsögn
hugað að þægindarammanum, framtíðarplönum, áætlunum og markmiðum.  Skráning fer fram með því að senda fullt nafn og fæðingarár þess sem sækir námskeiðið auk kennitölu og nafns greiðanda.  á netfangið rut@lagafellsskoli.is. Þar má einnig fá nánari upplýsingar.

By | 2018-11-01T10:57:35+00:00 1. nóvember 2018 10:34|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við ,,Sterk í núinu“ Sjálfstyrking fyrir stelpur

Allra heilagramessa þar sem látinna er minnst

Á allra heilögru messu 4. nóvember verður látinna minnst í guðsþjónustu kl. 11:00. Vorboðarnir, kór eldriborgara í Mosfellsbæ syngur í guðsþjónustunni undir stjórn Hrannar Helgadóttur sem starfar sem organisti í Guðríðarkirkju. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir sóknarprestur leiðir athöfnina ásamt Rut G. Magnúsdóttur djákna sóknarinnar.

By | 2018-10-23T14:38:19+00:00 29. október 2018 14:27|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Allra heilagramessa þar sem látinna er minnst

Laxnesveisla á Gljúfrasteini í boði Kirkjukórs Lágafellssóknar

Í tilefni af 70 ára stórafmæli Kirkjukórs Lágafellssóknar verður boðið til Laxnesveislu á Gljúfrasteini í Mosfellsdal, sunnudaginn 28. október kl. 15:00. Þar mun kórinn ásamt Þórði Sigurðarsyni organista sóknarinnar halda tónleika til heiðurs skáldinu á Gljúfrasteini, Halldóri Kiljan Laxnes. Sungin verða lög við ljóð Halldórs og valdir kaflar úr verku hans lesnir upp. Kirkjukórinn hvetur hvetur Mosfellinga til að njóta og fagna með sér á þessum merku tímamótum.

By | 2018-10-23T12:56:06+00:00 23. október 2018 12:56|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Laxnesveisla á Gljúfrasteini í boði Kirkjukórs Lágafellssóknar

Guðsþjónusta í Mosfellskirkju

Guðsþjónusta verður í Mosfellskirkju sunnudaginn 28. nóvember kl. 11:00. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir þjónar fyrir altari. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar organista. Verið öll hjartanlega velkomin!

Sunnudagaskólinn er á sínum stað í Lágafellskirkju kl. 13. Umsjón með honum hafa Berglind æskulýðsfulltrúi og Þórður Organisti..

By | 2018-10-23T12:46:47+00:00 23. október 2018 12:46|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Guðsþjónusta í Mosfellskirkju

Þriðji Kynningarfundur 12 sporastarfsins vinir í bata

Í vetur, veturinn 2018 – 2019 verður eins og undanfarið boðið uppá andlegt ferðalg í anda Tólf sporanna í Mosfellsbæ. Sporin eru unnin eftir kerfi þar sem tekist er á við óuppgerðar tilfinningar. Flestum okkar hættir til að dragnast með slíkt í gegnum lífið með tilheyrandi þjáningum og ójanfvægi. Ekki er horft á fíkn sérstaklega. 3. Kynningarfundur verður FIMMTUDAGINN 18. október  2018 kl. 19:00 og í framhaldi verður 1 kynningarfundir næsta fimmtudaga á eftir. Eftir það er hópunum lokað en það er eðlis þess starfs að það er unnið í lokuðum hópum þar sem trúnaður myndast til að takast á við óuppgerðar tilfinningar. Fundirnir eru haldnir í safnaðarheimilinu á fimmtudögum.  Nánari upplýsingar um starfið er að finna hér á síðu kirkjunnar: https://www.lagafellskirkja.is/fullordnir/12-spor-andlegt-ferdalag/

Hægt er að finna meiri upplýsingar um samtökin vinir í bata á heimasíðu samtakanna: www.viniribata.is

By | 2018-10-17T14:11:21+00:00 17. október 2018 14:11|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Þriðji Kynningarfundur 12 sporastarfsins vinir í bata

Guðsþjónusta í Lágafellskirkju – ferming

Guðsþjónusta verður í Lágafellskirkju sunnudaginn 21. október kl. 11:00. Í guðsþjónustunni verður drengur fermdur. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn þjónar fyrir altari og leiðir helgihaldið. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar organista.

Sunnudagaskólinn á sínum stað kl. 13. Umsjón hafa Berglind æskulýðsfulltrúi og Þórður organisti.

By | 2018-10-17T10:33:56+00:00 17. október 2018 10:33|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Guðsþjónusta í Lágafellskirkju – ferming