Fréttir

Þú ert hér: :/Fréttir/

Sr. Ragnheiður, sóknarprestur komin til starfa að nýju.

Sr. Ragnheiður Jónsdóttir sóknarprestur er komin aftur til starfa í Lágafellssókn eftir að hafa verið í námsleyfi frá því síðastliðnu hausti. Við bjóðum sr. Ragnheiði hjartanlega velkomna til starfa aftur.

By | 2018-07-16T14:34:32+00:00 16. júlí 2018 14:32|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Sr. Ragnheiður, sóknarprestur komin til starfa að nýju.

Kyrrðar- og bænastund í Lágafellskirkju

Kyrrðar- og bænastund verður í Lágafellskirkju sunnudaginn 22. júlí kl.11:00. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir þjónar fyrir altari og Þórður Sigurðarson organisti leiðir tónlistina. Verið öll velkomin !

By | 2018-07-16T11:35:23+00:00 16. júlí 2018 11:35|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Kyrrðar- og bænastund í Lágafellskirkju

Kyrrðar- og bænastund í Lágafellskirkju

Kyrrðar- og bænastund verður í Lágafellskirkju sunnudaginn 15. júlí kl. 11:00. Einföld og róleg stund þar sem við syngjum saman, biðjum saman, heyrum Guðs orð og hvílum saman í þögninni. Þórður Sigurðarson organisti leiðir tónlist og söng og sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn þjónar fyrir altari.

By | 2018-07-13T14:06:34+00:00 12. júlí 2018 10:12|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Kyrrðar- og bænastund í Lágafellskirkju

Kyrrðar- og bænastund í Lágafellskirkju

Kyrrðar- og bænastund verður í Lágafellskirkju sunnudaginn 8. júlí kl. 11:00. Organisti er Hrönn Helgadóttir og sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn þjónar fyrir altari.

By | 2018-07-05T13:46:45+00:00 5. júlí 2018 13:46|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Kyrrðar- og bænastund í Lágafellskirkju

Lágafellssókn auglýsir eftir æskulýðsfulltrúa

Lágafellssókn auglýsir lausa til umsóknar stöðu æskulýðsfulltrúa. Um er að ræða nýtt 100%  starf,  frá og með 1. ágúst 2018

Æskulýðsfulltrúi tekur þátt í mótun, skipulagningu og annast barna og æskulýðsstarf í Lágafellssókn.

Æskilegt er að æskulýðsfulltrúi hafi uppeldis-, leiðtoga-, djákna- eða guðfræðimenntun og/eða haldgóða reynslu sem nýtist í starfi. Jákvætt viðhorf til kirkjustarfs er forsenda fyrir velgengni í starfi. Umsækjandi þarf að geta sýnt frumkvæði og unnið sjálfstætt.

Með umsókn veitir umsækjandi Lágafellsskókn heimild til að afla sakarvottorðs.

Smellið hér og skoðið nánari starfslýsingu æskulýðsfulltrúa. 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Rafn Jónsson, formaður sóknarnefndar í síma 896 8916 og/eða   sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn, prestur safnaðarins, í síma 866 8947.

Umsóknir ber að senda rafrænt á netfangið: lagafellskirkja@lagafellskirkja.is

Umsóknarfrestur er til og með 8. júlí.

 

 

By | 2018-06-24T20:12:13+00:00 24. júní 2018 20:12|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Lágafellssókn auglýsir eftir æskulýðsfulltrúa

Ferming í guðsþjónustu í Lágafellskirkju

Í guðsþjónustu í Lágafellskirkju næstkomandi sunnudag, 24.  JÚNÍ kl. 11:00 verður Júlíus Jóhann fermdur. Félagar úr kirkjukór Lágafellssóknar syngja undir stjórn organistans Þórðar Sigurðarsonar. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn leiðir guðsþjónustuna. Allir eru velkomnir í kirkju. Athygli er vakin á að hefðbundin guðsþjónusta í Mosfellskirkju fellur niður.

By | 2018-06-22T17:23:14+00:00 22. júní 2018 17:23|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Ferming í guðsþjónustu í Lágafellskirkju

Hátíðarguðsþjónusta á 17. júní

Hátíðarguðsþjónusta verður í Lágafellskirkju, sunnudaginn 17. júní kl. 11:00. Dagbjört Brynjarsdóttir skáti sem um árabil hefur staðið heiðursvörð fyrir utan Lágafellskirkju á þessum degi kemur nú innfyrir og flytur hugvekju. Jóhannes Freyr Baldursson syngur einsöng og Kirkjukór Lágafellssóknar leiðir safnaðarsöng undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar organista.  Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn þjónar fyrir altari.  Allir velkomnir.

By | 2018-06-17T09:56:52+00:00 12. júní 2018 12:42|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Hátíðarguðsþjónusta á 17. júní

Guðsþjónusta í Lágafellskirkju

Guðsþjónusta verður í Lágafellskirkju, sunnudaginn 10. júní kl. 11:00. Kirkjukór Lágafellssóknar leiðir söng undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar organista. Sr.  Arndís G. Bernhardsdóttir Linn prédikar og þjónar fyrir altari.

By | 2018-06-07T13:08:59+00:00 7. júní 2018 13:08|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Guðsþjónusta í Lágafellskirkju