Helgihald í júlí og ágúst

Helgihald í júlí og ágúst verður eftirfarandi:

19. júlí Guðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11:00 – sr. Ragnheiður Jónsdóttir þjónar fyrir altari.

26. júlí Göngumessa á Mosfell eða um Mosfellsdal kl. 11:00. – sr. Ragnheiður Jónsdóttir leiðir helgihald.

2. ágústs Messufrí

9. ágúst Guðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11:00. Sr. Ragnheiður þjónar fyrir altari.

 

By |2020-07-10T12:55:57+00:0014. júlí 2020 12:51|

Lágafellssókn auglýsir eftir Æskulýðsfulltrúa í 50 %

Lágafellssókn í Mosfellsbæ auglýsir lausa til umsóknar stöðu æskulýðsfulltrúa. Um er að ræða nýtt 50%  starf,  frá og með 15. ágúst 2020.

Æskulýðsfulltrúi tekur þátt í mótun, skipulagningu og annast barna og æskulýðsstarf í Lágafellssókn.

Æskilegt er að æskulýðsfulltrúi hafi uppeldis-, leiðtoga-, djákna- eða guðfræðimenntun og/eða haldgóða reynslu sem nýtist í starfi. Jákvætt viðhorf til kirkjustarfs er forsenda fyrir velgengni í starfi. Umsækjandi þarf að geta sýnt frumkvæði og unnið sjálfstætt.

Með umsókn veitir umsækjandi Lágafellssókn heimild til að afla sakarvottorðs.

Nánari upplýsingar um starfslýsingu æskulýðsfulltrúa er að finna með því að smella hér.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Rafn Jónsson, formaður sóknarnefndar í síma 896 8916 og/eða   sr. Ragnheiður Jónsdóttir sóknarprestur safnaðarins, í síma 869 9882.

Umsóknir ber að senda rafrænt á netfangið: lagafellskirkja@lagafellskirkja.is

Umsóknarfrestur er til og með 1. ágúst 2020

By |2020-07-09T11:46:02+00:0011. júlí 2020 20:43|

Fermingarathöfn í Lágafellskirkju

Næstkomandi sunnudag verður fermingarathöfn í Lágafellskirkju á hefðbundum guðsþjónustutíma kl. 11:00. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn leiðir helgihald og Kristján Hrannar Pálsson er organisti. Meðhjálpari er Bryndís Böðvarsdóttir. Eitt barn verður fermt í athöfninni.

By |2020-07-01T16:26:40+00:001. júlí 2020 16:26|

Keltnesk guðsþjónusta á Esjubergi

Lágafellssókn tekur þátt í Keltneskri guðsþjónustu á samstarfssvæði Reynivalla og Lágafellsprestakalls  með Sögufélaginu Steina

Helgihaldið verður við keltneska útialtarið á Kjalarnesi, nk. sunnudag 28. júní kl. 11. Sr. Arna Grétarsdóttir sóknarprestur og sr. Arndís Bernharðsdóttir Linn prestur sjá um helgihald. Kirkjukór Reynivallaprestakalls syngur og organisti er Guðmundur Ómar Óskarsson. Kaffi og veitingar verða í boði Sögufélagsins. Ath.altarið er í landi Esjubergs og afleggjarinn er merktur “Kerhólakambur”, þar sem gönguleið er á Esjuna.

Verið velkomin!

Útialtarið á Esjubergi á Kjalarnesi er reist til minningar um fyrstu kirkju á Íslandi, að talið er, og getið er um í miðaldaheimildum. Þar segir að Örlygur Hrappsson, landnámsmaður, hafi látið reisa kirkjuna um árið 900 og helgað Guði og írska ábótanum og dýrlingnum Kolumkilla.

By |2020-06-24T12:44:22+00:0024. júní 2020 12:44|

Ræða Michele Rebora í Lágafellskirkju á 17. júní

Hér fer á eftir ræða Michele Rebora sem hann flutti í Lágafellskirkju í tilefni af þjóðhátíðardegi íslendinga:

Komið þið sæl

Ég sé á svip sumra ykkar að þið voruð að biða eftir Michelle hér í púltinu: það gerist oft. En í stað hugglegrar franskrar stúlku sitjið þið uppi með þennan skeggjaðan Ítala…

Ég heiti sem sagt Michele og er frá Genúa, á Ítalíu. Fæddur og uppalinn í lítlu þorpi í fjöllunum á bak við þá miklu hafnarborg. Raunar er ættarnafnið mitt – Rebora – einmitt ættað úr þeim dal.

Hvað í ósköpunum er ég þá að gera hér í ræðustól Lágafellskirkju á þjóðhátiðardegi Íslendinga?!

Það er von að maður spyrji sig.

Ég er nú reyndar búinn að verja um það bil meirihluta ævi mínnar hér á Íslandi, giftur íslenskri dásemdarkonu og á fjögur íslensk börn. Ég ferðast með íslenskt vegabréf og hef oft kosið til forseta og til Alþingis. Ég tala meira að segja einhverskonar íslensku. Er ég þá orðinn Íslendingur? Veit ekki…

Konan mín er frá Laugarvatni. Við fjölskyldan höfum búið í Mosfellsbæ í 12 ár. Við förum í sund í Lágafellslaug og löbbum meðfram Varmá. Börnin okkar hafa gengið í leikskóla og grunnskóla hér í bænum. Yngstu börnin okkar tvö hafa aldrei búið neinstaðar annar. Erum við orðin Mosfellingar? Eru börnin okkar það? En bara þau yngstu? Hvað er að vera Mosfellingur?

Hvað er þá að vera Íslendingur?

Er það að vera fæddur á Íslandi? Tja, það útilokar nú flesta, nema kannski tófuna og hrafninn. Fyrstu „Íslendingarnir“ komu víst að utan…

Er það að búa á Íslandi? Varla bara. Íslendingunum finnst eiginlega of gaman að vera í útlöndum til að það sé satt –

Er það að vera hvítur á hörund, ljóshærður og bláeygður? Það þarf varla að fjölyrða um það.

Er það að tala […]

By |2020-06-19T13:39:39+00:0019. júní 2020 13:39|

Hátíðahöld í Lágafellskirkju á 17. júní

Guðsþjónusta verður á þjóðhátíðardag íslendinga 17. júní  í Lágafellskirkju kl. 11:00. Sr. Arndís Linn þjóna fyrir altari og Þórður Sigurðarson organisti stýrir tónlist og kirkjukór Lágafellssóknar syngur. Ræðumaður verður ítalski Mosfellingurinn Michele Rebora. Bryndís Böðvarsdóttir les ritningarlestra og verður meðhjálpari. Skátar í Skátafélaginu Mosverjum í Mosfellsbæ standa heiðursvörð við kirkjuna.

By |2020-06-16T20:54:57+00:009. júní 2020 13:11|

Friðar- og fyrirbænastundir halda áfram í Lágafellskirkju

Friðar og fyrirbænastund halda nú áfram Lágafellskirkju á þriðjudögum kl. 15:00. Gengið er inn í skrúðhúsið. Umsjón hefur Þórdís Ásgeirsdóttir djákni. Á friðar og fyrirbænastundir eru allir velkomnir. Þær munu halda áfram út júní, fara í sumarfrí í júlí og fram yfir verslunarmannahelgi en halda áfram eftir það.
By |2020-06-10T12:14:52+00:008. júní 2020 11:36|

Kyrrðardagar í Mosfellskirkju í júní

  • “Gríptu daginn” –  Íhugun – kyrrð – útivera. Kyrrðardagar í Mosfellskirkju verða laugardagana 6. júní og 13. júní 2020
    Á þessum laugardögum verður dagskrá frá 9:00 til 11:00 í og við Mosfellskirkju
    Á kyrrðardeginum förum við í hvarf og tökum okkur hlé frá daglegri önn.
    Þögnin og kyrrðin veita tækifæri til íhugunar, að mæta sjálfum sér og Guði, að sjá líf sitt í nýju ljósi, vinda ofan af og láta uppbyggjast og endurnærast á sál og líkama. Uppbygging er þannig að byrjað er á íhugun að hætti Kyrrðarbænarinnar, þá er gengið um í dalnum og að lokum er samverustund í kirkjunni.
    Umsjón með deginum hafa prestar safnaðarins og veita þær gjarnan upplýsingar. Skráning er á netfangi safnaðarins, lagafellskirkja@lagafellskirkja.is eða í síma 5667113 á  skrifstofu frá 9 -13. Ekkert gjald er tekið fyrir Kyrrðardaga og eru allir sem áhuga hafa velkomnir.
By |2020-06-09T13:08:26+00:002. júní 2020 15:03|