Fréttir

Þú ert hér: :/Fréttir/

Fyrstu fermingar ársins hefjast um helgina

Þá er komið að fyrstu fermingunum hjá okkur í Lágafellskirkju. Sunnudaginn 24. mars verða tvær fermingarathafnir í Lágafellskirkju þar sem 25 ungmenni játast Jesú Kristi. Athafnirnar eru kl. 10:30 og 13:30. Báðir prestar safnaðarins, Sr. Ragnheiður Jónsdóttir og sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn þjóna í athöfnunum. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar organista.

Sunnudagskólinn verður fluttur í Safnaðarheimili Lágafellssóknar næstu tvo sunnudaga. Þar verður hann á annarri hæð á sama tíma og venjulega, kl. 13:00. Umsjón hefur Berglind Hönnudóttir æskulýðsfulltrúi.

By |2019-03-20T14:57:05+00:0020. mars 2019 14:57|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Fyrstu fermingar ársins hefjast um helgina

Hvernig fá blindir sýn? Sunnudagur í Lágafellskirkju 17. mars kl. 11:00

Guðsþjónusta verður í Lágafellskirkju sunnudaginn 17. mars kl. 11:00. Á öðrum sunnudegi í föstu fjallar Guðspjall dagsins um það þegar blindur fæ  sýn og prédikunin veltir fyrir sér ýmiskonar blindu. Kirkjukór Lágafellssóknar leiðir safnaðarsöng undir stjórn Þórðar Sigurðarssonar. Sr. Arndís Linn þjónar fyrir altari. Meðhjálpari er Hildur Backman. Verið öll hjartanlega velkomin!

By |2019-03-13T11:16:00+00:0013. mars 2019 11:16|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Hvernig fá blindir sýn? Sunnudagur í Lágafellskirkju 17. mars kl. 11:00

Guðsþjónusta í Lágafellskirkju

Guðsþjónusta verður í Lágafellskirkju sunnudaginn 10. mars kl. 11:00. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir þjónar fyrir altari. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar. Verið öll hjartanlega velkomin.

By |2019-03-01T11:45:57+00:004. mars 2019 11:38|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Guðsþjónusta í Lágafellskirkju

Æfingatímar fyrir fermingarathafnir

Ekki er ráð nema í tíma sé tekið! Fermingarbörn vorsins 2019 og foreldrar þeirra eru öll boðuð á æfingu fyrir sjálfa fermingarathöfnina og til að auðvelda skipulag hafa æfingarnar nú þegar verið ákveðnar. Verður forráðamönnum tilkynnt um það með tölvupóst. Fyrri æfingin er fyrir fyrri athöfn sunnudagsins  og sú síðari fyrir seinni athöfnina.  Æfingarnar fara fram í vikunni fyrir fermingardaginn á eftirtöldum tímum:

 • Vegna fermingarathafna 24. mars eru æfingar:
  • Miðvikudaginn 20. mars    kl. 17:15 og 18:15
 • Vegna fermingarathafna 31. mars eru æfingar :
  • Miðvikudaginn  27.mars   kl. 17:15 og 18:15
 • Vegna fermingarathafna 7.apríl eru æfingar:
  • Miðvikudaginn 3. apríl kl. 17:15 og 18:30 (síðari æfingin er í Mosfellskirkju)
 • Vegna fermingarathafna 14. apríl eru æfingar:
  • Miðvikudaginn 10. apríl kl. 17:15 og 18:15
 • Vegna fermingarathafnar 18. apríl er æfinga:
  • Þriðjudaginn 16. apríl kl. 17:15
 • Vegna fermingarathafnar 9.júní á Hvítasunnudag er æfing:
  • Fimmtudaginn 6. Júní kl. 17:15.

Starfsfólk safnaðarins svara öllum fyrirspurnum um fermingaræfingar og athafnir í síma safnaðarheimilisins, 566 7113 eða í gegnum tölvupóst lagafellskirkja(hjá)lagafellskirkja.is

By |2019-03-01T13:28:08+00:001. mars 2019 12:58|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Æfingatímar fyrir fermingarathafnir

Spennandi messa á sunndag – Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar

Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar er haldinn hátíðlegur í flestum kirkjum á landinu á næstkomandi sunnudag, 2 mars. Hann verður haldinn hátíðlegur í Lágafellskirkju með messu kl 13:00 þar sem blandað verður hefðbundum messu liðum við hefðir sunnudagaskólans. Regnbogabæn, Saga, leikir og fjör í kirkjunni. Stundina leiða Bella æskulýðsfulltrúi og Þórður organisti ásamt leiðtogum í æskulýðsstarfi og fermingarbörnum. Komum í kirkjuna okkar og eigum skemmtilega stund saman.

By |2019-02-28T11:48:56+00:0028. febrúar 2019 11:48|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Spennandi messa á sunndag – Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar

Breytingar á opnunatíma safnaðarheimlis Lágafellssóknar

Á fundi sóknarnefndar Lágafellssóknar 19. febrúar var tekin ákvörðun um breyttan opnunartíma í safnaðarheimilinu að Þverholti 3. Safnaðarheimilið verður framvegis lokað á mánudögum. Þriðjudaga til föstudaga verður safnaðarheimilið opið frá 9:00 til 13:00 yfir vetrartímann.

By |2019-02-21T20:23:28+00:0021. febrúar 2019 20:23|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Breytingar á opnunatíma safnaðarheimlis Lágafellssóknar

Fræðsla um svefnvenjur barna á foreldramorgnum

Fimmtudaginn 21. febrúar kemur Ingibjörg Leifsdóttir hjúkrunarfræðingur sem sérhæfir sig í svefni ungbarna á foreldramorgna og verður með fræðslu um svefnvenjur ungar barna. Foreldramorgnar eru  haldnir í safnaðarheimilinu alla fimmtudaga milli 10 og 12. Þar er hætt á könnunni, léttar veitingar og frábær aðstað fyrir ungabörn bæði til að leika og sofa á svölunum okkar. Umsjón með foreldramorgnum hefur Rut G. Magnúsdóttir.

By |2019-02-20T17:01:48+00:0020. febrúar 2019 17:01|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Fræðsla um svefnvenjur barna á foreldramorgnum

Kirkjan þín í Mosfellsbænum á 130 ára vígsluafmæli

Næstkomandi sunnudag, 24. febrúar kl. 11, höldum við upp á 130 ára afmæli Lágafellskirkju með guðsþjónustu í kirkjunni og bjóðum í kirkjukaffi að athöfn lokinni í Safnaðarheimili Mosfellsprestakalls að Þverholti 3.

Frá þessum kristna helgistað verður að þessu tilefni horft til framtíðar. Hjá prédikara dagsins, Arnfríði Guðmundsdóttur, prófessor í guðfræði verða umhverfismál í öndvegi og framtíð okkar og komandi kynslóða. Diddú syngur ásamt kórnum okkar og Íris Torfadóttir og Selma Elísa Ólafsdóttir, spila á fiðlu. Prestar og djákni safnaðarins, sr.Ragnheiður Jónsdóttir og sr. Arndís Linn Bernhardsdóttir og Rut G.Magnúsdóttir,  þjóna fyrir altari og Þórður Sigurðarson, organisti stjórnar söng og spilar undir. Komdu fagnandi með þínu fólki!

By |2019-02-19T14:07:36+00:0019. febrúar 2019 14:07|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Kirkjan þín í Mosfellsbænum á 130 ára vígsluafmæli

Skemmtileg ferð æskulýðsfélagsins í Vatnaskóg

Síðastliðna helgi fór Æskulýðsfélagið Sound í skemmtilega ferð í vatnaskóg á febrúarmót ÆSKR. Á mótinu voru 140 manns úr ýmsum æskulýðsfélögum af stór höfuðborgarsvæðinu og nágreni. Á mótinu var boðið uppá fjölbreytta og skemmtilega dagskrá, til dæmis má taka spurningakeppni, leiki, spil, hoppukastala, heita potta ball, kvöldvökur og góðan frjálsan tíma til að kynnast hvort örðu og eiga gott samfélag. Erna Kristín áhrifavaldur og prestnemi var með fræðslu á mótinu um jákvæða líkamsímynd og mikilvægi hennar, einnig var efnið vel litað af kristnum boðskap og gildum. Við erum öll undursamleg sköpun Guðs, hvernig sem að við lítum út.

By |2019-02-19T13:35:24+00:0019. febrúar 2019 13:35|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Skemmtileg ferð æskulýðsfélagsins í Vatnaskóg

Safnaðarheimili Lágafellssóknar lokað mánudaginn 18. febrúar

Safnaðarheimili Lágafellssóknar verður lokað mánudaginn 18. febrúar vegna veikinda.

By |2019-02-15T16:53:23+00:0015. febrúar 2019 16:53|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Safnaðarheimili Lágafellssóknar lokað mánudaginn 18. febrúar