Fréttir

Þú ert hér: :/Fréttir/

Sunnudagaskóli á sunnudag kl. 13:00

Í sunnudagaskólanum Í Lágafellskirkju næsta sunnudag kl. 13:00  ætlum við að heyra um eitt af kraftaverkunum sem að Jesús gerði. Við ætlum líka að syngja saman og ýmislegt skemmtilegt!  Límiðarnir verða á sínum stað og auðvitað hægt að fá þá límiða sem að þið gætuð hafa misst af. Sjáumst í Sunnudagaskólanum – Kveðja Bella og Þórður

By | 2018-09-14T14:39:50+00:00 14. september 2018 14:39|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Sunnudagaskóli á sunnudag kl. 13:00

Guðsþjónusta í Lágafellskirkju

Það verður guðsþjónusta í Lágafellskirkju sunnudaginn 16. september kl. 11;00. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn þjónar fyrir altari. Kirkjukór Lágafellssóknar leiðir safnaðarsöng undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar. Í vetur munum við koma til með að bjóða uppá kaffi í skrúðhúsi kirkjunnar eftir guðsþjónustur. Þar verður hægt að spjalla um allt milli himins og jarðar. Verið öll velkomin!

By | 2018-09-13T20:49:58+00:00 13. september 2018 20:49|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Guðsþjónusta í Lágafellskirkju

Heilunarguðsþjónusta í Lágafellskirkju

Heilunarguðsþjónusta verður í Lágafellskirkju föstudgainn 14. september kl.20. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir þjónar fyrir altari og Þórður Sigurðarson leiðir tónlist. Svava Kristín Ingólfsdóttir syngur . Með sr. Ragnheiðir verður hópur heilara sem Vigdís Steinþórsdóttir. Guðsþjónustan markar upphaf að Heimsljósi sem haldin er í Lágafellsskóla um helgina.

Söngur, bæn, handaryfirlagning og smurning. Við hvetjum alla til að koma og taka þátt í fallegri stund.

By | 2018-09-13T08:02:51+00:00 13. september 2018 08:02|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Heilunarguðsþjónusta í Lágafellskirkju

TTT Starf að hefjast í Lágafellskirkju

Nú er TTT starf kirkjunar að fara af stað og fyrsti fundur vetrarins verður fimmtudaginn 13. September.  Fundirnir verða á fimmtudögum milli kl. 17.00-18.00, í Safnaðarheimili Lágafellskirkju að Þverholti 3. Allir krakkar á aldrinum 10-12 ára eru velkomnir.
Starfið gengur út frá því að kenna krökkum helstu biblíusögurnar og þætti kristinnar trúar. Virðing, vinátta og fjölbreytileiki eru mikilvæg gildi í okkar starfi. Þá er auðvitað lögð áhersla á að krökkunum líði vel í kirkjunni.
Dagskráin er skemmtileg og fjölbreytt og ættu allir að finna sig velkomna. Það sem er m.a. á dagskrá eru leikir, spil, föndur, fræðsla, ball og margt fleira.
Nánari dagskrá verður send til foreldra þeirra barna sem kjósa að taka þátt.
Umsjón með starfinu hafa Berglind Hönnudóttir æskulýðsfulltrú, Sóley Adda og Petrína Inga. Frekari upplýsingar má fá hjá bella@lagafellskirkja.is
Beðið er um leyfi hér fyrir neðan að birta myndir af börnunum á facebook síðu og heimasíðu kirkjunnar. Hægt er að draga leyfið til baka með því að senda tölvupóst.

Skráning fer fram hér : https://goo.gl/forms/C0GWxR8B8gncmBXv1

By | 2018-09-12T12:42:54+00:00 12. september 2018 12:36|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við TTT Starf að hefjast í Lágafellskirkju

Fermingarfræðsla vetrarins hefst í vikunni

Fermingarfræðsla vetrarins hefst í vikunni. Kennt verður í sal Sóknarinnar á 2. hæð í Þverholti 3. Fermingarbörnin mæt einu sinni í viku í fræðsluna, eftir skóla á þirðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum. Í vetur verður stuðst við nýtt fermingarefni sem fræðslusvið Biskupsstofu hefur gefið út. Heftið heitir AHA ! og er námsefnið byggt á hugmyndafræði og rannsóknum jákvæðrar sálfræði og er rauði þráðurinn í efninu hafður eftir orðum Jesú Krists: ,,Elska skaltu náungann eins og sjálfan þig “ Fræðarar í vetur verða fjórir: Sr. Ragnheiður og Sr. Arndís prestar safnaðarins, Berglind Hönnudóttir æskulýðsfulltrúi og sr. Arna Grétarsdóttir prestur í Kjós og á Kjalarnesi. Hægt er að nálgast upplýsingar um tímana hér á síðunni.

By | 2018-09-09T09:00:58+00:00 10. september 2018 08:54|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Fermingarfræðsla vetrarins hefst í vikunni

Starfið í Lágafellskirkju fer af stað með Fjölskylduguðsþjónustu

Fjölskylduguðsþjónusta og sunnudagaskóli kl.11:00 Athugið að sunnudagaskólinn er þennan sunnudag hluti af athöfninni! Sr.Ragnheiður, sr. Arndís, Berglind æskulýðsfulltrúi og Þórður organista leiða athöfnina ásamt kirkjukór Lágafellskirkju sem syngur. Rebbi og mýsla mæta á staðinn!
Messukaffi að lokinni athöfn í safnaðarheimilinu Þverholti 3, 3.h. Fermingarbörn og foreldrar eru sérstaklega hvött til þáttöku!

By | 2018-09-06T15:54:25+00:00 6. september 2018 15:54|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Starfið í Lágafellskirkju fer af stað með Fjölskylduguðsþjónustu

Foreldramorgnar hefjast í næstu viku !

Foreldramorgarnar hefjast í næstu viku og verða eins og síðastliðin vetur á fimmtudögum millli 10 og 12 í húsakynnum Lágafellssóknar að Þverholti 3 , annarri hæð. Umsjón með foreldramorgnunum hefur Rut G. Magnúsdóttir djákni safnaðarins og hefur hún sett saman spennandi dagskrá fyrir veturinn. Á fyrsta morgninum verður fræðsla um skyndihjálp barna, þá kemur hjúkrunarfærðingur í lok september og ræðir um matarvenjur barna. Í kjölfarið fylgja fleiri fræðslur.. Dagskrá fyrir foreldramorgna er hægt að nálgast með því að smella hér: Dagskrá Foreldramorgna

By | 2018-09-05T11:02:55+00:00 6. september 2018 10:56|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Foreldramorgnar hefjast í næstu viku !

12 sporin – Andlegt ferðalag verða í Mosfellsbænum í vetur

Í vetur, veturinn 2018 – 2019 verður eins og undanfarið boðið uppá andlegt ferðalg í anda Tólf sporanna í Mosfellsbæ. Sporin eru unnin eftir kerfi þar sem tekist er á við óuppgerðar tilfinningar. Flestum okkar hættir til að dragnast með slíkt í gegnum lífið með tilheyrandi þjáningum og ójanfvægi. Ekki er horft á fíkn sérstaklega. Kynningarfundur verður FIMMTUDAGINN 4. október  2018 kl. 19:00 og í framhaldi verða opnir kynningarfundir næstu 3 fimmtudaga á eftir. Eftir það er hópunum lokað en það er eðlis þess starfs að það er unnið í lokuðum hópum þar sem trúnaður myndast til að takast á við óuppgerðar tilfinningar. Fundirnir eru haldnir í safnaðarheimilinu á fimmtudögum.  Nánari upplýsingar um starfið er að finna hér á síðu kirkjunnar: https://www.lagafellskirkja.is/fullordnir/12-spor-andlegt-ferdalag/

Hægt er að finna meiri upplýsingar um samtökin vinir í bata á heimasíiðu samtakanna: www.viniribata.is

By | 2018-09-04T14:51:37+00:00 5. september 2018 14:46|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við 12 sporin – Andlegt ferðalag verða í Mosfellsbænum í vetur

Má bjóða þér í Kirkjukórinn ?

Kirkjukór Lágafellskirkju óskar eftir nýjum liðsmönnum í allar raddir. Sérstaklega bjóðum við velkomna Tenóra og Bassa. Ótal margt skemmtilegt á dagskránni. Laxness stund á Gljúfrasteini í nóvember. Aðventukvöld í desember og ferðalag á vorönn.

Æfingar eru á þriðjudagskvöldum kl 19:30 í safnaðarheimili kirkjunnar að Þverholti 3. (3. hæð)  Einnig er hægt að hafa samband við kórstjórann, Þórð Sigurðarson í síma 660-5789 eða á netfangið organisti@lagafellskirkja.is

By | 2018-09-04T14:35:10+00:00 4. september 2018 14:35|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Má bjóða þér í Kirkjukórinn ?

Nú byrjar Sunnudagaskólinn!

2. september byrjar sunnudagaskólinn í Lágafellskirkju kl. 13:00. Þar ætlum við að syngja af hjartans list um kærleikann, vináttuna og gleðina. Sögurnar af Jesú og öllum hinum úr biblíunni verða sagðar og skoðaðar út frá ýmsum hliðum. Sunnudagaskólinn er fyrir mömmur og pabba, afa og ömmur og síðast en ekki síst, BÖRNIN OKKAR! Auðvitað bara ALLA!. Sjáumst í kirkjunni á sunnudaginn! Kv Bella æskulýðsfulltrúi og Þórður organisti.

By | 2018-08-30T16:10:07+00:00 30. ágúst 2018 16:10|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Nú byrjar Sunnudagaskólinn!