Fréttir

Þú ert hér: :/Fréttir/

Pílagrímaganga frá Mosfellskirkju

Pílagrímagagna verður sunnudaginn 30. júní kl. 11:00 frá Mosfellskirkju. Gengi verður á jafnsléttu inn Mosfellsdalinn, meðfram ánni og helgistund verður í reit Soroptimista. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir leiðir gönguna og helgihaldið. Gengið verður að hluta til í þögn. Ef veðurútlit er slæmt verður helgistund í Mosfellskirkju.

By |2019-06-07T13:01:01+00:0024. júní 2019 12:52|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Pílagrímaganga frá Mosfellskirkju

Guðsþjónusta í Lágafellskirkju

Guðsþjónusta verður í Lágafellskirkju sunnudaginn 23. júní kl. 11:00. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir leiðir helgihald, Kirkjukór Lágafellssóknar syngur og leiðir safnaðarsöng og organisti er Þórður Sigurðarson. Verið öll hjartanlega velkomin!

By |2019-06-04T12:31:45+00:0018. júní 2019 12:28|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Guðsþjónusta í Lágafellskirkju

Hátíðarguðsþjónusta á 17. júní í Lágafellskirkju

Hátíðarguðsþjónusta verður í Lágafellskirkju 17. júní  kl. 11 í Lágafellskirkju. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir þjónar fyrir altari. Ræðumaður er Kolbrún Þorsteinsdóttir, formaður fræðslunefndar. Karlakór Kjalnesinga syngur og leiðir safnaðarsöng. Organsti og stjórnandi kórsins er Þórður Sigurðarson. Skátar úr Skátafélaginu Mosverjum standa heiðursvörð. 

 

By |2019-06-11T19:10:01+00:0011. júní 2019 11:38|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Hátíðarguðsþjónusta á 17. júní í Lágafellskirkju

Síðustu börn vorsins fermast í Lágafellskirkju á Hvítasunnudag

Síðustu börnin sem fermast hjá okkur í Mosfellsbænum verða fermd í Lágafellskirkju á Hvítasunnudag, 9. júní kl. 11:00. Börnin eru að þessu sinni 8 og hafa þá rúmlega 120 börn gert Jesú Krist að leiðtoga lífsins síðustu mánuðina. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn leiðir helgihald og Hildur Salvör Backman er meðhjálpari og aðstoðar í athöfninni. Það er að venju Kirkjukór Lágafellssóknar sem leiðir safnaðarsöng og syngur fyrir kirkjugesti. Organsti að þessu sinni verður Þorvaldur Örn Davíðsson.

By |2019-06-04T11:37:40+00:004. júní 2019 11:37|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Síðustu börn vorsins fermast í Lágafellskirkju á Hvítasunnudag

,,Gríptu daginn“ – í kyrrð – Síðari Kyrrðardagur í Mosfellskirkju

Áralöng hefð er fyrir því hér í Lágafellssókn að haldnir séu stuttir kyrrðardagar á vorin, á haustdögum og fyrir jólahátíðina. Nú er komið að vordögum og við komum saman til íhugunar, kyrrðar og útiveeru í fallegu umhverfi og kirkju í Mosfellsdal. Það þessu sinni eru kyrrðardagarnir tveir, Laugardagana 25. maí og 1. júní kl. 9:00 – 11:00

Á kyrrðardeginum förum við í hvarf og tökum okkur hlé frá daglegri önn. Þögnin og kyrrðin veita tækifæri til íhugunar, að mæta sjálfum sér og Guði, að sjá líf sitt í nýju ljósi, vinda ofan af og láta uppbyggjast og endurnærast á sál og líkama. Undirstaða kyrrðardaganna er iðkun Kyrrðarbænar sem er einföld hugleiðslubæn úr arfi kirkjunnar. Umsjón með dögunum hafa Sr. Ragnheiður Jónsdóttir og sr. Arndís Linn. Allir velkomnir – þátttaka ókeypis.

Upplýsingar og skráning er á Skrifstofu Lágafellssóknar 566 7113 og i gegnum netfangið: lagafellskirkja@lagafellskirkja.is

By |2019-05-31T15:30:41+00:0031. maí 2019 13:54|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við ,,Gríptu daginn“ – í kyrrð – Síðari Kyrrðardagur í Mosfellskirkju

Guðsþjónusta í Lágafellskirkju á sjómannadag

Guðsþjónusta verður í Lágafellskirkju á sjómannadaginn, 2. jún í kl. 11:00. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn þjónar fyrir altari og Kirkjukór Lágafellssóknar leiðir safnaðarsöng undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar organista.

By |2019-05-29T10:52:23+00:0029. maí 2019 10:52|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Guðsþjónusta í Lágafellskirkju á sjómannadag

Guðsþjónusta í samvinnu við Hestamannafélagið Hörð

Sunnudaginn 26. maí kl:14:00 verður guðsþjónusta í Mosfellskirkju. Hún er haldin í samvinnu við Hestamannafélagið Hörð og verður hópreið frá Tungubökkum. Í guðsþjónustunni flytur Margrét Dögg Halldórsdóttir búfræðingur hugvekju, karlakórinn Stefnir syngur undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar organista  Kirkjuvörður er Hildur Salvör Backman. Sr. Arndís Linn leiðir helgihald. Allir Mosfellingar hjartanlega velkomnir.

By |2019-05-23T12:00:13+00:0023. maí 2019 12:00|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Guðsþjónusta í samvinnu við Hestamannafélagið Hörð

Hvernig væri að koma í Heilunarguðsþjónustu?

Heilunarguðsþjónustur hafa verið í Lágafellskirkju í allmörg ár. Nú verður heilunarguðsþjónusta 23. maí kl. 20:00 í Lágafellskirkju. Guðsþjónusturnar eru með heilunarívafi, fallegri tónlist og gefa þeim sem koma einstakt tækifæri til að leyta inná við. Sr. Arndís Linn leiðir helgihaldið, Svava Ingólfsdóttir syngur og Þórður Sigurðarson organisti leiðir tónlistina. Þá taka heilarar þátt í athöfninni undir stjórn Vigdísar Steinþórsdóttur. Í athöfninni býðst kirkjugestum að þiggja heilun. Hvernig væri að koma og taka þátt og upplifa andlega næringu í Lágafellskirkju?

By |2019-05-20T14:10:48+00:0020. maí 2019 14:10|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Hvernig væri að koma í Heilunarguðsþjónustu?

Minnum á aðalfund sóknarnefndar í Lágafellssókn – Tónlistaratriði

Aðalfundur Lágafellssóknar verður haldinn í safnaðarheimili Lágafellssóknar, Þverholti 3, 3. hæð þriðjudaginn 21. maí kl. 20:00. Venjulega aðalfundarstörf og kosið verður í hluta sóknarnefndar. Sóknarnefnd Lágafellssóknar hvetur Mosfellinga til að koma og kynna sér starfið í kirkjulegu samhengi bæjarfélagins. Á fundinum mun Jóhannes Freyr Baldursson syngja tvö lög og Þórður Sigurðarson organisti spila undir. Öll þau sem búa í Mosfellsbæ eru hjartanlega velkomin á fundinn!

By |2019-05-20T14:00:59+00:0020. maí 2019 13:55|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Minnum á aðalfund sóknarnefndar í Lágafellssókn – Tónlistaratriði

Kvennakórinn Impra syngur í guðsþjónustu 19. maí

Sunnudaginn 19. maí verður guðsþjónusta í Lágafellskirkju og við fáum góða gesti. Það er Kvennakórinn Impra sem syngur og leiðir söng undir stjórn kórstjórans, Ásbjargar Jónsdóttur. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir leiðir helgihaldið og organisti er Birgit Djupedal. Kirkjuvörður er Lilja Þorsteinsdóttir.

 

By |2019-05-08T13:52:23+00:0013. maí 2019 13:46|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Kvennakórinn Impra syngur í guðsþjónustu 19. maí