Fyrstu fermingarbörn ársins fermast í Lágafellskirkju

Það er okkur hjá Lágafellssókn mikið fagnaðarefni að það er loksins komið að því að fyrstu fermingarbörn þessa árs verði fermd. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu síðustu vikur verða athafnirnar þrjár og tvö og þrjú börn fermd í hverri þeirra. Báðir prestar safnaðarins þjóna í athöfnunum, sr. Ragnheiður Jónsdóttir og sr. Arndís Linn. Þórður Sigurðarson organisti sér um tónlistina og Anna Sigríður Helgadóttir leiðir söng og syngur einsöng.

By |2020-05-27T15:08:42+00:0027. maí 2020 15:08|

Kyrrðardagar í Mosfellskirkju í júní

  • “Gríptu daginn” –  Íhugun – kyrrð – útivera. Kyrrðardagar í Mosfellskirkju verða laugardagana 6. júní og 13. júní 2020
    Á þessum laugardögum verður dagskrá frá 9:00 til 11:00 í og við Mosfellskirkju
    Á kyrrðardeginum förum við í hvarf og tökum okkur hlé frá daglegri önn.
    Þögnin og kyrrðin veita tækifæri til íhugunar, að mæta sjálfum sér og Guði, að sjá líf sitt í nýju ljósi, vinda ofan af og láta uppbyggjast og endurnærast á sál og líkama. Uppbygging er þannig að byrjað er á íhugun að hætti Kyrrðarbænarinnar, þá er gengið um í dalnum og að lokum er samverustund í kirkjunni.
    Umsjón með deginum hafa prestar safnaðarins og veita þær gjarnan upplýsingar. Skráning er á netfangi safnaðarins, lagafellskirkja@lagafellskirkja.is eða í síma 5667113 á  skrifstofu frá 9 -13. Ekkert gjald er tekið fyrir Kyrrðardaga og eru allir sem áhuga hafa velkomnir.
By |2020-05-28T15:04:51+00:0026. maí 2020 15:03|

Streymt verður í hefðbundinni guðsþjónustu frá Lágafellskirkju

Sunnudaginn 24. maí verður guðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11:00. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir leiðir helgihald, Þórður Sigurðarson organisti spilar og leiðir hluta af kór Lágafellssóknar. Guðsþjónustan er öllum opinn og farið verður eftir leiðbeiningum almannavarna. Guðsþjónustunni verður einnig streymt á fésbókarsíðu Lágafelllssóknar, https://www.facebook.com/lagafellskirkja/

By |2020-05-20T15:25:14+00:0020. maí 2020 15:25|

Kirkjudyrnar opnaðar upp á gátt – guðsþjónusta í Lágafellskirkju

Við fögnum því innilega að hefðbundið helgihald getur nú farið fram í kirkjum okkar í Lágafellssókn. Að sjálfsögðu verður öllum leiðbeiningum almannavarna fylgt út í ystu æsar. Fyrsta guðsþjónustan verður í Lágafellskirkju sunnudaginn 17. maí kl. 11:00. Sr. Arndís Linn þjónar fyrir altari, Þórður Sigurðarson organisti leiðir söng og tónlist og kórfélagar úr Kirkjukór Lágafellssóknar stíga fyrstu varnfærnu sporin í söng síðan í febrúar. Við hlökkum öll til og bjóðum þig velkomna, velkominn í hugljúfa stund.

By |2020-05-13T13:49:27+00:0013. maí 2020 13:49|

Aðalfundur Lágafellssóknar haldinn í byrjun september

Vegna aðstæðna í samfélaginu hefur sóknarnefnd Lágafellssóknar ákveðið að halda aðalfund sinn í byrjun september. Fundurinn verður í Safnaðarheimili Lágafellssóknar þriðjudaginn 8. september. Aðalfundurinn verður auglýstur nánar þegar nær dregur.

By |2020-05-13T13:42:02+00:0013. maí 2020 13:41|

Bænahaldi streymt frá náttúrunni

Sunnudaginn 10. maí  ætla Sr. Ragnheiður og Þórður, organisti, að fá sér göngutúr út í Mosfellsbæ og með þeim, slæst í hópinn Berglind Hönnudóttir æskuleiðsleiðtogi.

Þau munu staldra við á einum af fallegu útivistar stöðum bæjarins og þaðan streyma helgihaldi Lágafellskirkju kl. 11.

Vertu með – þar sem þú ert stödd/staddur!

By |2020-05-07T14:42:26+00:007. maí 2020 14:42|

Helgihald í náttúrunni

Sunnudaginn 26. apríl ætla Sr. Ragnheiður og Þórður, organisti, að fá sér göngutúr út í Mosfellsbæ og með þeim, slæst í hópinn Jón Magnús Jónsson, söngvari.

Þau munu staldra við á einum af fallegu útivistar stöðum bæjarins og þaðan streyma helgihaldi Lágafellskirkju kl. 11.

Vertu með – þar sem þú ert stödd/staddur!

By |2020-04-24T12:50:03+00:0024. apríl 2020 12:50|