Mikilvægar upplýsingar:

 

Stjórnvöld hafa sett á samkomubann frá og með aðfararnótt mánudagsins 16. mars. Bannið gildir í fjórar vikur, til og með mánudagsins 13. apríl (annar í páskum)

Það hefur m.a. þessar afleiðingar á kirkjustarfið í Lágafellssókn.

  1. Guðsþjónusta og sunnudagaskóli sem vera átti sunnudaginn 15. mars fellur niður og annað helgihald í kirkjunum á meðan á samkomubanni stendur.
  2. Bænastundir á Eirhömrum og hjúkrunarheimilinu Hömrum falla niður þennan tíma.
  3. Æskulýðsstarfið á þriðjudögum fellur niður.
  4. Fermingarathöfnum vorsins þ.e. 22. og 29. mars og 5.; 9.; og 19. apríl verður frestað og fermingarbörnum gefin kostur á öðrum dagsetningum í haust. Sjá hér dagsetningar og skráningu á degi.

Stefnt er að því að fermingarathöfnin 31. maí fari fram, enda þá búið að aflétta samkomubanni.

  1. Fólki er ráðlagt að fresta skírnum og hjónavígslum. Fari þær þó fram á meðan samkomubann gildir verða þær með þeim takmörkum sem af því hlýst.
  2. Útfarir geta farið fram í kirkjunum. Þeim verður hagað í samræmi við ákvæði samkomubannsins.
  3. Prestar Lágafellssóknar verða áfram sem hingað til með viðtalstíma eftir samkomulagi í safnaðarheimilinu og einnig er hægt að eiga samtöl við prestana í síma.
  4. Skrifstofa safnaðarins verður áfram opin á þriðjudögum til og með föstudögum kl.9 – 13. Sími 566-7113.

Eins og segir í tilkynningu biskups þá er þetta mikil áskorun fyrir íslenskt samfélag og heiminn allan, að takast á við þennan vágest sem COVID – 19 er. Við upplifum það í kringum okkur og á eigin skinni. „Með samtakamætti, samheldni og ábyrgð- trú von og kærleika mun fullur sigur vinnast.“

Bogi Benediktsson

19. mars 2020 17:39

Deildu með vinum þínum