Lágafellskirkja býður upp á sumarnámskeið í byrjun sumars. Námskeiðin verða þátttakendum að kostnaðarlausu. Hver dagur byggist upp af rólegum leik, söng, fræðslu, fjöri og útiveru. Þátttakendur koma með eigið nesti alla dagana, það verða 3 nestisstundir yfir daginn.

Dagskrá yfir daginn

Rólegir morgnar.
Spil, föndur og spjall.

Fræðslustundir
Á hverjum degi er tekin ein biblíusaga og unnið með hana.

Fjör/útivera
Ævintýraferð, íþróttir, danskennsla, náttfatapartý, hæfileikasýning, vatnsrennibraut, leikir, rugldagur, gönguferð, hjólaferð, ævintýraferð og buslferð og margt fleira.

Umsjón með Námskeiðinu hefur Berglind Hönnudóttir æskulýðsfulltrúi. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast í síma 566-7113 eða bella@lagafellskirkja.is

Smellið hér fyrir skráningu á námskeiðin.

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

24. apríl 2019 12:09

Deildu með vinum þínum