Föstudagurinn langi er dagur íhugunar. Lágafellssókn býður á tónleika í Mosfellskirkju þann 19. apríl næstkomandi, Föstudaginn langa. Flutt verður Stabat Mater eftir Pergolesi, stórkostlegt barokk-stykki samið upprunalega fyrir sópran, alt og litla strengjasveit. Þórður Sigurðarson organisti Lágafellskirkju leikur á orgel, en með Þórði syngja þær Erla Dóra Vogler, mezzósópran og Lilja Guðmundsdóttir, sópran.

Aðgangur ókeypis.

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

16. apríl 2019 13:35

Deildu með vinum þínum