Síðastliðna helgi fór Æskulýðsfélagið Sound í skemmtilega ferð í vatnaskóg á febrúarmót ÆSKR. Á mótinu voru 140 manns úr ýmsum æskulýðsfélögum af stór höfuðborgarsvæðinu og nágreni. Á mótinu var boðið uppá fjölbreytta og skemmtilega dagskrá, til dæmis má taka spurningakeppni, leiki, spil, hoppukastala, heita potta ball, kvöldvökur og góðan frjálsan tíma til að kynnast hvort örðu og eiga gott samfélag. Erna Kristín áhrifavaldur og prestnemi var með fræðslu á mótinu um jákvæða líkamsímynd og mikilvægi hennar, einnig var efnið vel litað af kristnum boðskap og gildum. Við erum öll undursamleg sköpun Guðs, hvernig sem að við lítum út.

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

19. febrúar 2019 13:35

Deildu með vinum þínum