Næstkomandi sunnudag, 24. febrúar kl. 11, höldum við upp á 130 ára afmæli Lágafellskirkju með guðsþjónustu í kirkjunni og bjóðum í kirkjukaffi að athöfn lokinni í Safnaðarheimili Mosfellsprestakalls að Þverholti 3.

Frá þessum kristna helgistað verður að þessu tilefni horft til framtíðar. Hjá prédikara dagsins, Arnfríði Guðmundsdóttur, prófessor í guðfræði verða umhverfismál í öndvegi og framtíð okkar og komandi kynslóða. Diddú syngur ásamt kórnum okkar og Íris Torfadóttir og Selma Elísa Ólafsdóttir, spila á fiðlu. Prestar og djákni safnaðarins, sr.Ragnheiður Jónsdóttir og sr. Arndís Linn Bernhardsdóttir og Rut G.Magnúsdóttir,  þjóna fyrir altari og Þórður Sigurðarson, organisti stjórnar söng og spilar undir. Komdu fagnandi með þínu fólki!

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

19. febrúar 2019 14:07

Deildu með vinum þínum